Jólakveðja frá K.F.U.M. - 24.12.1916, Blaðsíða 10

Jólakveðja frá K.F.U.M. - 24.12.1916, Blaðsíða 10
8 JÓLAKVEÐJA FRÁ K. F. U. M. íjelagsskap, en vissu þá ekki einusinni, hvar halda ætti næstu fundi. í litlum sal langt vestur á Yesturgötu, þar sem ekkert sást til prýðis, fæddist þetta fjelag. Hvað ætli að verðl úr þessu ungviði? spurðu menn, og stofnandinn sjálfur, hið mannlega verkfæri, gat ekki svarað því. Aðeins þetta vissi hann, að hann gjörði það í Jesú nafni og í trausti til Guðs. — Og árin liðu og miklar breytingar urðu. Reykjavikurbær óx jafnt og þjett og íjelagið óx með bænum. Það dylst eigi að Guð liefur verið i verki með þessu fjelagi. — Það lagði af stað út á djúpið eptir Drottins orði. Það hafa stund- um verið erfiðir dagar, talsverðir stormar og mótbyr. En allt slíkt er umliðið. Höfuðsumman af þvi öllu er þessi: Af Guðs náð er fjelagið orðið það sem það er, og náð Guðs hefur ekki verið árangurslaus. Og nú er K. F. U. M. orðið 18 ára, og hvað það á hinum liðna tíma hefur verið fyrir marga unglinga og drengi er ekki hægt að segja nú. Guð einn veit það til hlýtar. Það hefur verið starfað, optast af afarmiklum veikleika, opt hefur skort vísdóm og krapt, og opt hafa verið miklir gallar á starfinu; opt hefur vantað tæki lil þess að hafa það i góðu lagi; en þrátt fyrir allt, alla galla og meinsemdir og veikleika hefur þó aldrei vantað trúna á mál- efnið, og ávalt hefur guðs orð setið í fyrirrúmi fyrir öllu öðru. Það hefur verið lif fjelagsins. Og ef jeg ætti í sem fæstum orðum að segja, hvað K. F. U. M. er, og draga um leið saman sögu þess í eina setningu, þá finnst mér ekkert hæfa eins vel eða gefa eins góða lýsingu á þvi eins og þessi orð úr Opinb.b. 3, 8. »Eg þekki, að þú hefur lítinn mált, en hefur varðveitt orð mitt, og ekki afneitað nafni minu«. í þessu finnst mjer, að öll saga K. F. U. M. sje fólgin. Og í trausti lil fyrirheitanna, sem því fylgja, þá viljum vjer segja nú er 18 árin eru fullnuð: Legg út á djúpið, á framtíðarinnar ó- þekta djúp. Fr. Fr. Nafnið. fegar áita dagar voru liðnir og hann skyldi umskera, var hann látinn heila Jesús, eins og hann var nefndur af engl- inum, áður en hann var get- inn í móðurlifi. Lúk. 2, 21. Það er mikill munur á nöfnum. Flest þeirra gleymast, fáein geymast hjá hverri þjóð, enn færri eru heimsfræg. Dauðinn kemur og dregur svo undurlljólt blæju gleymskunnar yflr nöfnin. En oft mega nöfnin sín mikils, þeim fylgir mik- ill máttur, þau eru oft lyklar að gullkistum og hjálp að þráðu marki. Ef þú ert fátækur, þá er erfitt fyrir þig að fá peninga í bankanum, en ef þú hefur fengið stór- rikan mann til þess að tryggja lánið með nafni sínu, þá liggja peningarnir á borðinu fyrir fram- an þig. Ef þú sækir um stöðu, þá eru nöfn mætra manna þjer mikil hjálp. Þetfa vita þeir, sem útvega sjer meðmælabrjef. En margir fara á mis við þá hjálp, sem hin frægu nöfn veita, og' sú kemur stund, að jafn- vel merkustu nöfnin missa sinn töframátt. Inni í litlu herbergi í Nazaret var sagt við unga, tatæka mey: »Þú munl fæða son, og þú skalt láta hann heita Jesúm«. Þetta nafn er oft búið að nefna á liðnum öld- um. Hvílikur undramátturl Þar sem nafnið hef- ur verið nefnt, þar hafa syndahlekkir hrokkið sundur, þar liefur tinnusteinninn molast sundur, dramh og hroki horfið, hinn brákaði reyr rjett- ur við, hinum istöðulitlu geíið nýtt þrek. Myrkri áhyggju og kvíða breytt í vonarljós, tárum í bros, dauða í líf, deyfð í áhuga. Sú bæn, sem Jesús setur nafn sitt undir, nær fram að ganga. Málturinn fer ekki þverrandi, því að sá, sem nafnið ber, er hinn sami í gær og í dag, já að eihfu. Óumræðilegl ofl fylgdi þessu nafni á ár- inu, sem er að kveðja. Alt hið bezta, sem fram- kvæmt var á þvi ári, var framkvænt í nafni Jesú. Alll hið bezta, sem orðið getur á árinu 1917, slafar af þessu nafni. Tak á móti þcirri blessun, þeirri tryggingu og þeim meðmælum, sem najnið veitir, þá veil- ist þjer gleðiletjt ár. ... . Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Jólakveðja frá K.F.U.M.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakveðja frá K.F.U.M.
https://timarit.is/publication/469

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.