Jólakveðja frá K.F.U.M. - 24.12.1916, Blaðsíða 8

Jólakveðja frá K.F.U.M. - 24.12.1916, Blaðsíða 8
6 JÓLAKVEÐJA FRÁ K. F. U. M. Herbergin þrjú. Les Lúk. 2. 25.-32. í Jerúsalem var maður að nafni Símeon. Það er venjulega talað um Símeon gamla. Þess er reyndar ekki getið i hinni heilögu bók, að hann hafi verið gamall, en það má lesa það milli lín- anna. Árinu, sem er að hverfa, er oft líkt við öldung og í kirkjunni fær gamla fólkið ott sjer- staka kveðju á síðasta sunnudegi ársins, þá horf- um vjer á Símeon, hinn gamla mann, og Önnu, hina aldurhnignu ekkju. Þau mæta oss við lok ársins og barnið Jesús, sem heilsaði þeim, heils- ar vinum sinum, bæði er gamalt ár kveður og nýtt ár gengur í garð, já, allan ársins hring. Það hefði aldrei verið minst á þenna öldung og þessa ekkju, ef ekki hefði lagt birtu frá jóla- barninu og sú birta Ijómað á andliti þeirra. En Símeon tók barnið í fang sjer og lofaði Guð. Þess vegna er talað um Símeon á hverju ári, áður en öll jólaljós eru brunnin út. Vjer skulum heimsækja Símeon. Hann átti heima í Jerúsalem. Mjög líklegt, að hann hafi verið fátækur, ef til vill oft einmana. Ætli hann hafi ekki búið í fátæklegu herbergi? Þar hefur liklega ekki verið mikið meira inni en rúmið hans. Hann hefur víst ekki verið víða boðinn og að líkindum farið á mis við margt. En hann möglaði ekki, heldur hefur hann verið rólegur og glaður, bros Ijek um varir hans. Það var eins og hann byggi yfir einhverju leyndarmáli, og það var líka svo. Öllum var vel við gamla mann- inn. Börnin þar í nágrenninu þektu hann, altaf talaði hann svo bliðlega við þau, altaf heilsuðu þau honum, það borgaði sig líka, því að hann svaraði þeim altaf brosandi. Maður þessi var rjeltlálur. Enginn hafði ástæðu til þess að kvarta undan honum. Ekki kom hon- um til hugar að tala illa um aðra og þegar hann heyrði fólk tala óvarlega um náungann, þá varð Símeon svo alvarlegur á svipinn, svo að fólkið sá þann kost vænstan að hætla slíku tali. Hjálp- fús var hann, boðinn og búinn til þess að rjetta bróðurhönd. Oft sögðu nágrannarnir, er eilthvað erfitt kom fyrir: »Ættum við ekki að tala um þetta við hann Símeon?« Til hans fór unga fólkið og leitaði ráða og mörgum ungum pilti gaf hann holl ráð og ávalt tók hann málstað æskulýðsins og kinkaði kolli af ánægju, er hann heyrði um framfarir unga mannsins og gæfu hinnar hjartagóðu yngismeyjar. En af hverju var hann þannig? Það var þvi að • þakka að hann var maður guðrœkinn. Fólk heyrði oft gamla manninn tala við sjálfan sig: »Bið róleg, sála min, gleym eigi velgjörðum Drottins. Hann krýnir þig náð og miskun«. Með þessum og fleiri orðum talaði hann við sjálfan sig og aðra. Þegar sorg sótti vini hans heim, þá kom hann til þeirra og huggaði þá með þvi að benda þeim á fyrirhejtin úr hinni heilögu bók. Þjóð sína elskaði hann og vænti bjartra daga henni til handa, það var sólskin í hjarta hans og það endurspeglaðist á ásjónu hans. Guðrækni hans var ekki aðeins venja og orðin tóm. Hann vissi, að hið bezta var fram undan, honum hafði verið birt það, að hann skyldi ekki dauð- ann sjá, fyr en hann hefði sjeð Drottins smurða. Þessi vissa gerði hvern dag bjartan og hann kærði sig ekket um að skifta á herberginu sínu við skraullega höll. Guð var ásamt englum sin- um inni í hinni litlu stofu. Enn er víða gamalt fólk. Jeg sje lítil herbergi, þar vantar margt af heimsins gæðuni, þar er stundum fátækt og ekki sterk heilsa. En þar geta sömu auðæfin átt heima og hjá gamla mann- inum í Jerúsalem. Þar Ijóma einnig fyrirheitin, og ef hugarfar Símeons fær að komast þar að, þá munu fagrar dygðir koma í ljós. Þar þarf ekki að kvarta undan slirðum geðsmunum, þar er ekki talað illa um aðra, en menn vita að þarna er gamall maður og gömul kona, sem ekki þola að hlusta á slíkt. Það er óhælt að treysta þeim, og hægt að fá þar leiðbeiningar, því að þau hafa tekið próf í lifsins skóla. Þar er- guðhræðsla samfara nægjusemi og huggun veitist með dýr- legum fyrirheitum. Það vanlar opt sól í herberg- ið, en hinn trúaði öldungur sjer annað sólskin, hann sjer sólargeisla, er biblían er opnuð og sungnir eru hinir yndislegu sálmar um Betle- hemsbarnið og hinn líðandi írelsara. Höfum vjer ekki öll fengið hið sama fyrirheit og Símeon? Enginn á að degja fgr en liann liefur mœtt Drotlins smurða. En þessi vissa hefur enn hin sömu áhrif eins og hún hafði á Símeon. Það er jólabirta inni i því herbergí, þar sem slíkir vinir Drottins búa. En frá þessu herbergi liggur leiðin inn i ann- að herbergi, inn í Droltins hús. Símeon þráði helgidóminn. Hann kom þangað ekki af forvitni,

x

Jólakveðja frá K.F.U.M.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakveðja frá K.F.U.M.
https://timarit.is/publication/469

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.