Hvöt - 01.05.1932, Blaðsíða 1

Hvöt - 01.05.1932, Blaðsíða 1
A N ^ 3 0 ó K AS A F N H V 0 T ÚTGEFANI: SJÓHANNASTOFA K. F. U. M. OG K. í VESTMANNAEYJUN f m a f 8 9 3 2. Sjómannastofa K. F. Ö. M. »Þú bróðir kær, þótt báran skaki þinn bátinn hart ei kvíðinn vert því sefur logn að boðabaki, og bíður þín ef hraustur ert, Hægt í logni hreyfir sig sú hin kalda undir alda. ver því ætíð var um þig. S. E. Að eðllsfari eru sjómenn Bjálf- sagt ekkert frábrugðnir bræðr- um sínum sem á landi lifa, en hin gerólíku lífsskilyrði móta þá á mjög ólíkan hátt, bæði líkam- lega og andlega. Allir menn eiga að vlsu í stöð- ugu stríðl við allar þær hættur sem jarðlífið er svo fult af, en i því stríði er þó eins og sjómenn- irnir standi fremstir og hafl fæst- ar hvildar eða friðar stundlr, því það er sannleikur, sem svo grein- legilega kemur fram í erindinu sem yfir linum þessum stendur, að þó vonin um logn veiti hug- rekkl í baráttunni við æðandi öldur og storma, þá eru hætturn- ar líka á ferðinnl í hinni köidu undiröldu, svo stöðugt er þörf á hinni fylstu gætni. Og þetta á ekki aðeins við um sjómennskuna í bókstaflegum skilningl, heldur einnlg, og það engu sfður, an,d!ega talað. Hafið, sem á blíðviörlsdögun- um laðar sjómann'nn út á hin dularfullu djúp, en d næsta augna- bliki neyðir hann út í hina hörð- ustu baráttu við æðisgengnar Ægisdætur, móta huga hans svo, að honum virðlst vera eðlllegast að ferðast þar sem öldugangur- Inn og brlmgnýrlnn er tnestur, líka þegar hann hefur fast land undír fótunum. Dreymandi „jazz“tónar áfeng- ir drykkir og margt, margt ann- að sem svæfir samviskuna og sljófgar dómgreindina, lokkar þesBvegna sjómennina — jafnvel öðrum fremur — út á sín dular- fullu djúp, þar sem öldur spill- ingarinnar risa áður en varlr svo hátt, að örðugt er undan þeim að komast óskemdur, og of oft hefur svo farið, að þær hafa gert lífsfley mannanna að flaki, sem stjórnlaust berst fyrir stormum og straumum, svo að óvjst er hvort það nær nokkurn tíma landl. þegar þessi lífsskilyrði sjó- mannanna eru athuguð, er það ekkert undarlegt, þó margir geti gert að sinni játningu þetta er- indi: Svo hraktist eg einn yfir úthöf blá og ókunnar strendur og lýði sá, þar brendi eg sál mína eitri á sem ógæfunornin mór bjó. — Sumir eiga vita, en villast þó. En öllum hugsandi mönnum er það ljóst, að þeim þarf að fækka sem geta gert þeasa ömurlegu játnlngu að sinnl, og muguleik- inn tii þess að svo megi verða, er í því fólglnn, að hugsanirnar um þessa miklu nauðsyn verði ekki aðeins hverfular hugrenn- Ingar, heldur fastmótaðar ákveðn- ar hugsanir, sem knýja til allra þeirra framkvæmda, sem nauð- synlegar eru til þess, að herinn sem á hafið sækir geti barist með drenglyndi fyrir heill ættjarðar sinnar og þjóðar, og að alt verði gert sem unt er til þess að þeir fari .hellir hildar tir og komi „heilir hildi frá". Og það eru ekki sjómennirnir einir sem í verki hafa sýnt áhuga fyrir breyttum og bættum lifs- kjörum stéttar sinnar, heldur hef- ur allur þorri þeirra maana er A landl búa, rétt þeim starfsama bróðurhönd, með fúsum og glöð- um huga. Og það þarf ekki lengi að leiti, til þess að sjá mikinn árang- ur^af þessu starfi: bátar, vélar og öll önnur tæki og útbúnaður er nú mlklum mun fullkomnari en áður var, og til hjálpar þeim sem f hættum sjávarins eru staddir, hafa verlð reistir vltar og björg- unarstöðvar, með þelm bestu tækjum sem völ er á. Að þessu starfi er enn mikið og ötullega unnið og því óhætt að treysta því, að enn eigi það eftir að bera blessunarríkan á- rangur. En hinu hefur heldur ekki verið gleymt, að sjómennirnir — eins og reyndar alllr aðrir menn — eiga helmtinu á að meðbræð- ur þeirra munl ekki aðeins eftir líkamlegri, heldur einnig andlegri velferð þeirra, þó sérstaklega mikið skorti á að þelm skyldum sé fulinægt. Kirkjan og ýms önnur kristi- leg félög, hafa tekið að sér það hlutverk, að gangast fyiir hinni andlegu hjálper og björðunar- starfsemi, og fyrir atbeina þeirra hafa vegleg sjumannaheimiii og sjómannastofur verið reistar viða um heim, og hefur sú starfsemi verið mjög mikils metin, bæði af þeim sem hennar hafa notið og yfirleitt af öilum góðum mönn- um sem kynni hafa haft af henni. Auðvitað er það geflð, að þe88i starfsemi er ekki alstaðar vegleg, og sannfærumst við sjálf- sagt fljótast um það, með því að líta í eigin barm og minnast sjómannastotu K. F. U. M. ogK. i Vestmannaeyjum. Mér fyrir mitt leyti fiinnst að sjómannastofan hér geti frekar kallast starfsviðleitni en starf- semi, en ég er lka sannfærður um, að sú viðleitni gengur i rétta átt, og er þess vegna vel þess verð að henni sé gaumur geflnn óg að hún sé studd af þeim sem vilja vel. þessi fjögur ár sem nú eru liðin 8Íðan þetta starf var hafið hér, ‘hefur stofan barist harðrl baráttu fyrir tilveru sinni vegna fjárhagsörðugleika. það er þess- vegna ekkert undarlegt þó merki fátæktar sjálst hér bæði á húsa- kynnunum sjálfum og þvi sem þar hefur verið á boðstólum. Hingað til höfum við ekki haft annað en litið bókasafn, nokkur töfl, blöð (sem flest eru gefin stofunni), rltföng og siðast en ekki síst útvarpstæki sem Björg- unarfélag Vestmannaeyja lét stof- unnl í té tfl afnota, og er það henni mjög mikils virði. En þrátt fyrir alla þessa fátækt hefur stofan yfirleitt verið mjög vel sótt og er það greinilegur vottur þcss, að stofunnar er full þörf, enda er það víst að hún á almcnuum vinsælum að fagna, bæði meðal aðkomumanna og bæjarmanna og hefur það hvað ljósast komið fram þegar hún hefur leitað hjálpar í fjárhags- örugleikum s’num, því það hef- ur æflnlega fenglst nóg fé til að greiðsp reksturskostnað hvers árs, enda kemur velvilji og samúð þá fyrstft að fullum notum, þegar sýnt er í verkinu ab hugur fyigl máli. þetta blað er sent af stað til þess að helta á alla góða menn og konur, að ganga nú undir þá fjárhagsbyrði sem á stofunni hvílir, og ég er sannfærður um að þaö vcrða nógu margar hend- ur útréttar til þess að létta byrð- inni af. En tilgangur þessa blaðs er eigi síður sá, að minna menn á, 7. maí efnlr Sjómannastofan til bögla- uppboðs, sem allir þurfa að styðja með þvi að koma og kaupa bðglana. að hér 6r um vcrkefni að ræða, sem verðskuldar að fyrir það sé stöðugt unnið. Og það verð- skuldar líka að við öll, sem sjá- um þýðingu þess, látum okkur ekkl nægja aö greiða aðeins reksturskostnað þessarar ófuil- komnu sjómannastofu heldur þurfum við að taka höndum saman og keppa að því takmarki að starfs-v/ð?«Y/z/« verði starf- semi með fullkomnu menningar- og mannúðarsnlði, þar setn gest- irnir eiga kost é vistlegum og heimilislegum húsakynnum, hress- andl skaðlausum veitingum, tal- sima og öðrum nauðsynlegum þægindum. þessa er þörf og það er mögtu legt að fullægja hennl, ef við víljum á þennan hátt velta sjó- mönnunum okkar hollara at- hvarf en danssalina og drykkkju- krárnar sem nu standa sjómanna- stofunni okkar svo mikið fram- ar að öllum útbúnaði og þæg- indum. Við verðum að athuga það vel, að ástæðan til þcss að »sumir eiga vita en villast þó«, er ekki eða langsjaldnast sú, að þeir vilji ekki sjá vitaljósið sitt eða fylgja leiðbeinlngu þesa, heldur er á- stæðan sú, að þelr geta ekkl séð það. Ljósmagn vitans þelrra er of lítið og hann lýsir of skamt. þetta á vlð um vltana í bókstaf- legum skilningi, en það á þó ennþá frekar við um hina and- Jegu vita, sem eiga að leiða fram hjá hættunum þar sem mennirnlr „brenna sál sína eitri á“. And- legu vitarnir þurfa að lýsa langt og birta þeirra þarf að vera svo skær, að hún yfirgnæfð' villuljós- in sem svo víða brenna alt of mörum mönnum til bölvunar. Sjómannastofan okkar þarf að verða viti sem bregði réttu og sterku ljósi bæðí yfir hætturnar og yfir leiðina sem ein er fær í trygga höfn. Neyð spi'lingarinnar í nútíman- um hrópar á ábyrgðartilfinningu

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/471

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.