Íslenzkt vikublað : sýnisblað - 22.09.1887, Blaðsíða 4

Íslenzkt vikublað : sýnisblað - 22.09.1887, Blaðsíða 4
4 hafi úti, til að bera vopn gegn ættjörðu sinni, til að verða bana- böðlar vina sinna og bræðra, eða að falla sjálfir að öðrnm kosti fyrir þeirra höndum. Hann hefir vakið uppreist innanlands meðal vor, og hefir 1 reynt að æsa gegn þeim at oss, er við landamærin búa, ina mis- kunnarlausu indversku villimenn, sem alkunnugt er að fylgja þeirri reglu i liernaði, að gera engan mun á börnum né full- orðnum, konum né körlum, en drepa alt niðr, liversu sem á stendr. Við sérhvert stig þessara kúgunarverka liöfum vér beiðzt umbóta með mjúklátlegasta orðalagi; en hvert sinn sem vér höfum beðið á ný, hefir oss að eins svarað verið með nýjum ill- ræðisverkum. Konungr sá er þannig hefir lýst skapferli sínu með sérhverju því atferli, er einkent getr harðstjóra, er óhæfr til að vera stjórnandi frjálsrar þjóðar. Þá hefir það eigi heldr skort, að vér höfum sýnt vorum brezku bræðrum alla kurteislega nærgætni. Vér höfum af og til varað þá við tilraunum, er löggjafarþing þeirra hefir gert, til að taka sér heimildarlausan lögsögurétt yfir oss. Vér höf- um mint þá á, með hverjum atvikum vér fluttumst hingað og námum hér land. Vér höfum áfrýjað til þeirra meðfæddu rétt- lætistilfinningar og göfuglyndis, og vér höfum sært þá við ætt- bönd þau, er oss tengja saman, að hafna þessum yfirgangi, er óhjákvæmilega hlyti að slíta samband vort og viðskifti við þá. En einnig þeir hafa daufheyrzt við rödd réttlætisins og blóð- skyldunnar. Vér verðum því að una við nauðsyn þá er knýr oss til skilnaðar, og höldum vér þá, svo sem vér og höldum alt mannkyn ella — fyrir fjandmenn í ófriði, en í friði vini. Vér, fulltrúar Bandaríkjanna í Ameríku, saman komnir á alls herjar löggjafarþingi, skjótum því réttmæti fyrirætlana vorra undir inn æðsta dómara heimsins. og í nafni og umboði góðrar alþýðu i lýðlendum þessum lýsum vér hátíðlega yfir því og kveðuin það upp, að þessar sambands-lýðlendur eru, og eiga með réttu að vera, frjáls og óháð ríki; að þær eru leystar frá allri lýðskyldu við Breta krúnu, og að öllu stjórnar-sambandi milli þeirra og ins brezka ríkis er, og á að vera, algerlega slit- ið; og að þær sem frjáls og óháð riki hafa fult vald tilaðhefja hernað, semja frið, ganga í sambaud við ríki, reka verzlun og gera hvatvetna annað, er óháð ríki mega með réttu gera. Og til að lialda uppi þessu uppkvæði voru í staðtöstu trausti til verndar guðlegrar forsjónar, sverjum vér innbyrðis hver öðrum að leggja í sölur líf vort, eignir og helgan drengskap. Framanritað uppkvæði var hreinritað að boði þingsins og rituðu undir það þessir þingmenn: John Hancock. [Svo koma undirrituð nöfn 57 þingmanna, í röð eftir inum 13 ríkjum, er þeir vóru fulltrúar fyrir]. ijTl©oji§©(í)(áiímmi] am50(1 I. Fjölgmi blámanna í Bandaríkjunum. — Séra C. W. Moore í Vashington (D. C.), sem sjálf'r er blámaðr, telr að blá- manna fœðingar nemi nær 600 á dag eða um 200 000 á ári í Bandaríkjunum. Síðustu 20 árin hefir tala blámanna þar tvöfaldazt. Það er auðvitað að blámenn eru miklu betr lagaðir fyrir loftslag Suðr-ríkjanna heldr en hvítir menn, og með þeirri framför í mentun og efnahag, sem nú er á góðum byrjunarvegi og fyrirsjáanlegt að muni fára vaxandi, er lítill efi á því, að innan 10—20 ára munu blámenn ráða löguin og lofum víða í Suðr-rikjunum — vouandi að þeir þá standi hvítum mönn- um allyel á sporði í þjóðmenning og öllu atgervi. Framför í vinnubrögðum. — Enskr hagfræðingr hefir komizt að þeirri niðrstöðu, sem hann styðr með rökum, að 5 menn afkasti jafnmiklu verki nú í Englandi eins og 6 menn gerðu 1870 eða 8 menn 1850. Yínsölulög. — í frumvarpi þvi um veiting og sölu áfengra drykkja, er fram kom á alþingi í sumar og þingið samþykti, stóð upphaflega grein um það, að allar skuldir fyrir áfenga drykki skyldu óhelgar að lögum. Þingið þoldi samt ekki þessi ákvæði og þótti þau eigi „frjálsleg11. í sama mánuði (júlí) kom fram á þinginu í Belgíu frumvarp um sama efni í 16 greinum (íslenzka frumvarpið i 15 gr.), og stóð þar í' sama ákvörðun, sem upphaflega í inu íslenzka frumvarpi, að skuldir fyrir á- fenga drykki skyldi óhelgar að lögum. En þingið í Belgíu var þá ekki frjálslyndara (við áfengu drykkina) en svo, að það sam- þykti frumvarpið með þessum ákvæðum. — Mikið eiga Belgir eftir að læra af oss íslendingnm í „frjálslyndi111 Rafmagn. — 1. — Prófessor nokkur í Philadelphia i Bandaríkjnnum, Reekenzaun að nafni, hefir f'undið veg til þess, að safna rafmagns-forða, sem geyma iná. Þetta hefir mikla þýðingu, ef uppfundning þessi skyldi verða raunþæg (praktisk), þvi að þá má hagnýta rafmagnið á öðrum stað og tíma heldr en það er framleitt á. II. — I Lundúnum var í fyrfa mánuði verið að gera breyt- ing á lýsingu í vögnum, sem af hestum eru dregnir, og vóru ý'mis akfélög (t. d. T.ond. G-cnerál Omnibus Company, Lond^ Road Comp. og ýmis Tra.m Car Comp.) að taka upp lýsing með rafmagns-ljósi. Er allr umhúningr lýsingarinnar ekki fyr- irferðarmeiri en svo, að bera má i hendi sér. III. — Fyrir nokkru voru rafmagns-Ijós sett við dyrnar á fjármála-skrifstofu Bandaríkjanna í Washington, og dyrnar á ýmsum öðrum stjórnarskrifstofum. Brátt safnaðist. svo mikill köngullóa-vefr á veggina við dyrnar, að ekki sá í steininn í veggjunuin. Rafmagnsljósið, sem er öllum öðrum Ijósum bjart- ara, hefir sömu ábrif sem önnur ljós að því leyti, að flugur sækja mjög að ljósinu („sem blossa nálgast flugan ter“). Eftir þessu liafa köngullórnar tekið og séð, að þar mundi gott til veiða, og þvi liafa þær spent þar vefi sína. IV. — Það er all-langt siðan það kom til tals meðal ýmsra þjóða, að nota rafmagn til aftöku líflátsmanna. Þingið íPenn- sylvania (Bandar.) hefir nú lögtekið það á þessu ári. Skal líf- látsmaðrinn setjast i hvílstól, en í stólinn liggr rafmagnsleiðsla. Gengr aftakan svo fljótt, að hlutaðeigandi er meðvitundarlaus og steindauðr á sjónhendingu. — Tveir hugvitsmenn vóru þegar búnir að leysa _ einkaleyfi til að smiða aftöku-stóla, bvor með sínu lagi. — Á Frakklandi er nú og i lög leitt að lifláta menn með rafmagni, og er þar með Guillotíns-höggblökk- in úr tíðkun fallin eftir 96 ára notkun (var upp tekin í marz 1791). í hitteðfyrra lögleiddi framíaraþjóðin Danir loks að taka upp Guillotíus-blökkina; þangað til hafa þeir murkað úr mönnum lííið með handöxi. Fjölbygð ýmsra landa. — í landfræðilegum hagskýrsl- um O. Hiibners fyrir árið 1887, sem próf. von Juraschek hefir ný-gefið út, er margvíslegr fróðlegr samanburðr áýmsum atrið- um i öllum löndum í heimi, sem skýrslur ná yfir. Meðal ann- ars er þar skýrt trá þéttbygð landanna, eðr hve margir menn lifi á hverju [[] kilometri; en það eru að meðaltali á allri jörð- unni ) 1 menn. í Evrópu 35, í Asíu 19, í Af'ríku 7, í Ameríku 3, í Ástraliu 0,5, eða l/s maðr. Samkvæmt nýjasta inanntali telja skýrslur þessar að þétt- bygð landanna i Norðrálfu sé þannig, að á hverju [[] kilometri lifi í Saxlandi 212 menn, i Belgiu 198, í Niðrlöndum 13I,Bret- landi mikla og írl. 118, Ítalíu 104, Þýzkalandi 87. Prússlandi 81, Austrríki (vestan Leitbafljóts) 77, Frakklandi 72, Sviss 72, Bæjaralandi 71, rússn. Póllandi 58, Danmörk 53, Ungarn 51, Portugal 51, Rumeníu 41, Serbiu 40, Spáni 34, Grikklandi 31, Bolgaral. 31, Tyrklandi 27, Bosníu 26, Rússlandi (auk Póllands) 16, Sviþjóð 10, Noregi 6. Vér viljum bæta því hér við, að á Færeyjum eru 8 manns á liverju [[] kílometri. á íslandi 1,5 (þ. e. V/2), í Grænlandi 0,05 (V2„). Miiuntal Bretaveldis.— Samkvæmt nýjustu skýrsluin hef- ir England og Wales 28 247 151 ibúa, Scotland 3 991 499, og írland 4 852 914 ; ■— Bretland ið mikla ásamt írlandi þannig samtals 37 091 564 íbúa. — Þá er Victoría drotning kom til ríkis fyrir 50 árum, nam íbúa-tala allra lýðlanda Bretaveldis 100 000 000, og vóru einar 2 miljónir af því hvitir menn. Nú telst mönnum svo til, að íbúa-tala lýðlandanna (colonies) sé um 215 miljónir, og sé 10 miljónir af þeirri tölu norðrálfumenn. íbúa-tala lýðlandanna hefir því meir en tvöfaldazt á stjóruar- árum Victoriu. Mesta drykkjuskaparbæli í heiminum er Danmörk. Þar eru 10 000 lögleyfð vinveitinga-hús — eða eitt í'yrir hverja 200 manns. Af þeim eru 1300 i Kaupmannahöfn. Stórgjöf. — Mr. Andrew Carnegie heitir miljónari nokk- ur i Ameriku. Iíann hefir gefið höfuðborg Skotlands, Edinburgh 900 000 kr. (50 000 pd. sterl.) til að stofna alment bóksafn fyr- ir lianda bæjarbúum. Edinborgar-búar hafa'gert hann að heiðrs- borgara i Edínborg. Járnbrautlr í Kína. — Kínverjum liefir til þessa verið illa við járnbrautir; en nú lítrút fyrir að einhver breyting ætli á þvi að verða; áðr liefir með engu móti getað fengizt leyfi til að leggja járnbrautir um landið, en nú er mælt að Kiuverja stjórn ætli sjálf að gangast fyrir járnbrautarlagning frá Pek- ing til Hong-Kong. ísrek í Atlantsliali hefir verið óvenjulega mikið i sumar. Skipstjórar á ferð til New York hafa, að því er „Heimskr." segir, orðið varir við 400 feta háa jaka, er þekja mundn 3/.i □ milu danska, og það svo sunnarlega sem á 40. mælist. n. br. Prentsmiðja S. Eymuiidssonar og S. Jónssonar. Prentari: Th. Jensen. — Keykjavík.

x

Íslenzkt vikublað : sýnisblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzkt vikublað : sýnisblað
https://timarit.is/publication/476

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.