Ljós og sannleikur - 01.03.1919, Blaðsíða 3

Ljós og sannleikur - 01.03.1919, Blaðsíða 3
Ljós og sannleikur 3 dagur Drottins er nálægur, hann er nálægur og hrac5ar sér mjög. Beisklega kveinar þá kappinn. Sá dagur er dagur reiði, dagur neyðar og þrengingar, eyðingar og umturnunar, dagur myrkurs og níðdimmu, skýþylcnis og ský- sorta — dagur lúðra og herblásturs — gegn víggirtu borgunum og háu múrtindunum. þá mun eg hræða mennina, svo þeir ráfi eins og blindir menn, ef þeir hafa syndgað gegn Drotni og blóði þeirra skal úthelt verða sem dufti og innýflum þeirra sem saur. (Zef. 1. 14—17). Angist kemur, og þeir munu hjálpar leita, en enga fá (Esek. 7. 25). pað er enginn friður handa þeim óguðlegu, segir Guð. (Jes. 57. 21). En hver sem ákallar Drottins nafn mun frelsast (Post. 2, 21). það er einungis einn Guð og einn meðalgangari milli Guðs og manna, maðurinn Jesús Kristur, sem gaf sig sjálfan sem lausargjald fyrir alla, til vitnis- burðar á sínum tíma. (1. Tím. 2, 56). pví að eigi er heldur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða (Post. 4. 12). Og eins og það liggur fyrir mönnum eitt sinn að deyja, en eftir það er dómurinn. (Heb. 9. 27). Stundið frið við alla menn, og helgun, þvi án hennar fær enginn Drottinn litið. (Heb. 12, 14). Getur blámaður breytt hörundslit sínum eða pardusdýrið flekkjum sínum? (Jer. 13, 23). pannig er það ómögu- legt fyrir nokkra persónu að betra sjálfa sig án Guðs. pví án mín getið þér alls ckkert gert, segir Jesús (Joh. 15, 5). þér þurfið að endur- fæðast (Joh. 3, 3, 1. Pét. 1, 23). Af því að þeir veittu ekki viðtöku kærleikanum til sannleikans, að þeir mættu liólpnir verða, þess vegna sendir guð þeim megna villu, til þess að þeir trúi lýginni (2. pess. 2. 11, 12). Margur vegurinn virðist greiður, en endar þó á helslóðum (Orðskviðir 14, 12). Elskið ekki lieiminn (1. Jóh. 2. 15). Ef ein- hver elslcar heiminn, þá elskar hann ekki guð. (1. Jóh. 2. 15). Hin bílífa er dauð þó að hún lifi (1. Tím. 5:6). Hver sem syndina drýgir, er af djöflinum (1. Jóh. 3, 8). Gerið iðrun og sérhver yðar láti sldrast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar, og þér munið öðlast gjöf heilags anda. (Post. 2. 38). En ef þér gerið ekki iðrun, munuð þér allir farast á líkan hátt (Lúk. 13, 3). Blóðið Jesú Krists hreinsar yður af allri synd (1. Jóh. 1, 7). þótt einhver héldi alt lögmálið, en hrasaði í einu atriði, þá er hann orðinn sekur við öll boðorð þess(Jakob 2: 10). Kæri lesari, stuttu eftir að Tyrkir hafa verið reknir úr landi sínu, og Gyðingar farnir til Palestínu, mun Jesús uppfylla bænir Krist- inna manna. Biblían segir, að hinir heilögu muni ekki allir deyja, en umbreytast á auga- bragði, við hinn síðasta lúðraþyt. — pví að sjálfur Drottinn mun með kalh, með höfuð- engils raust og með básúnu Guðs, stíga niður af himni, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist munu fyrst upp rísa; síðan munum vér, sem lifum, sem eftir erum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum, til fundar við Drottinn i loftinu, og síðan munum vér verða með Drotni alla tíma. (1. Kor. 15. 51, 52, og 1. pess. 4. 16, 17). pegar hin stóra þrenging byrjar þá mun Guð útheilla reiði sinni yfir syndarana. — Lestu og athugaðu hvern dag hina heilögu bók Drottins og þú munt sjá og skilja, að alt hennar orð er að uppfyllast. Guð segist leiða Gyðinga lieim til þeirra á hinum síðustu dögum . (Jer. 30). Endir allra hluta er í nánd. Gætið yðar þcss vegna, og biðjið, umfram alt, hafið brennandi kærleika. (Pét. 4. 7). Verið því ávalt vakandi og biðj- andi, til þess að þér megnið að umflýja alt þetla sem fram mun koma, og að standast frammi fyrir mannssyninum (Lúk. 21: 36). panning skuluð þér og vita, þegar þér sjáið þetta koma fram, er guðsríki í nánd. (Lúk. 21. 31—35). Þér trúið ekki nema þér sjáið tákn og stórmerki. Náttúrlegur maður segir: ,,Aö sjá er a'ö trúa“. En trúin tekur viö GuíSs einfalda oröi og trúir því, af því aö þaö er Guðs orö. Tákn og stórmerki eru frá Guði, en vér eig- um ekki að binda trú vora við „táknin“, nema hann, hið sanna „tákn“, „tákn“ Jónasar spá- manns Krists upprisinn. Fyrir trúna á hann er alt mögulegt (Márk. 9, 23.). „Trúin er full vissa um þaö, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið aö sjá“. (Hebr. 11, 1.).

x

Ljós og sannleikur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur
https://timarit.is/publication/479

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.