Ljós og sannleikur - 01.03.1919, Qupperneq 6
6
Ljós og sannleikur
Eg gef Drottni alla dýröina fyrir þaö, aö hann
reisti mig upp af banabeðinum. Honum sé lof
og dýrð.
Biöjiö fyrir mér, allir þér heilögu, að eg megi
veröa trúr, þangað til Jesús kemur í dýrö sinni.
að talca oss til sín.
Þýtt úr ensku.
Bænheyrsla.
Dæmisaga.
Einu sinni var kona, sem las bænir sínar kvöld
og morgna, og stundum bað hún fyrir trúboði.
Hún fór ekki út í smáatriði, þvi að það var
svo margs konar trúboðsstarfsemi til og margir
trúboðar, og góður Guð vissi hvar þeir voru.
þó að hún vissi það ekki. Og hann vissi, hvar
þörfin var brýnust og hvers þurfti við, svo að
það virtist miklu auðveldara og fljótlegra, að
eins að biðja fyrir öllu trúboði.
Stundum bað hún líka fyrir trúboðunum, að
þeir mættu verja á viturlegan hátt öllum þeim
peningum, er þeim voru árlega sendir.
Hún gaf líka til trúboðs. Fjórum eða fimm
sinnum á ári voru haldnar stórar trúboðssam-
komur í kirkjunni, sem hún var meðlimur í,
þá brást það aldrei, að hún lét sinn pen-
ing á diskinn. Það sýndist svo, sem hún gerðí alt
fyrir trúboðið, er í hennar valdi stóð.
Eftir eina slíka samkomu, þegar trúboði nokk-
ur, sem var í heimfararleyfi, hafði talað um
starfsemi sína, hvað hún væri hvetjandi og jafn-
vel skemtileg.og hversu hann hefði mikinn áhuga
fyrir Guðs málefni. Þá varð konan þreytuleg á
svip, og sagði við sjálfa sig:
„Hvað er eiginlega merkilegt við alt þetta?
Þeir fá tækifæri til að ferðast, en eg er svo leið
á því að híma hér á sama stað ár eftir ár! Þeir
hafa góð laun, eins mikil laun og eg til að lifa
af, og útgjöldin eru þó svo miklu meiri í þessu
landi! Þeir hafa margar vinnukonur, en eg get
varla haldið eina! Og þeir eru í heitu lofts-
lagi —“. Það fór hrollur um hana.
Svo bað hún: „Drottinn, lát þá meta tækifær-
iö réttilega, og lát þú einnig rætast úr fyrir
mér á einhvern hátt. Eg hefi svo mikið að gera
allan daginn, að eg get varla snúið mfcr við.
Glöð mundi eg skifta kjörum við þessa trúboða
hvenær sem væri“!
Þessa sömu nótt dreymdi hana, að nú ætti
hún að deyja, og engillinn, sem kom til hennai,
mælti: „Bæn þín er heyrð, og þér er leyft að
sjá þessa staði.“ Og á einu augnabliki var konan
í Kína.
„Hér er fagurt," mælti konan og nam staðar.
Hún var í húsi, þar sem verið var að binda um
fætur á barni. Barnið hljóðaði af sársauka, og
hún greip fyrir eyrun. Nú varð henni litið fram-
an í barnið, og sá hún þá, að þetta var hennar
eigið barn. Hún þreif barnið, hljóp burt með
það og mælti: „Ekki vil eg láta fara svona með
barnið mitt“!
Alt í einu var hún komin til Afriku, þar sem
menn voru að kaupa og selja ungar stúlkur.
Og aftur andvarpaði hún. „Þetta er ekki rett,
það vildi^ eg, að þetta þyrfti ekki að eiga ser
stað.“ En sem hún í dauðans angist horfði framan
í eitt af þessum dökku andlitum, þá sá hún, að
þetta var hennar eigin systir, og hún hrópaði:
„Þetta má ekki svo til ganga!"
Á einu augabragði var hún komin til Indlands.
Fór þar fram brúðkaup, og var þar glaumur
og gleði mikil. „Hér hefi eg þá loksins fundið
hamingju,“ hugsaði hún. Þá sá hún brúðgum-
ann. Það var gamall og illilegur karl — en brúð-
urin var ofurlitil telpa. „Enn þá halda þeir fast
við sínar gömlu venjur," andvarpaði hún. „Eg
vildi óska, að þeir bættu ráð sitt.“
Og nú sem litla brúðurin leit angurmæddum
augun til hennar, rak konan upp hátt hljóð.
„Elsku litla dóttir mín! Það skal aldrei verða!
Nei, aldrei!“
Jafnvel sjálft loftið virtist þrungið af pest og
ódaun. Hún sá trúboðann og konu hans vera
að líkna sjúklingum, og eyða sínum litlu laun-
um, til þess að lina neyðina.
Hún leit aftur í kringum sig, en þá var kona
trúboðans horfin, en hann hélt einn áfram að
starfa. Hún hrópaði til engilsins: „Eg þoli ekki
að sjá meira! Á eg að geyma minninguna um
þessar hörmungar um alla eilífð, og geta ekki
komið í veg fyrir þær?“
„Viltu fara aftur til jarðarinnar og bæta úr
þeim?“
„Já, eg vil fara þangað aftur!“ sagði hún í
bænarrómi. „Himnaríki með þessum skilyrðum