Ljós og sannleikur - 01.03.1919, Blaðsíða 7

Ljós og sannleikur - 01.03.1919, Blaðsíða 7
Ljós og sannleikur er ekkert himnaríki. MeiSan eg geng með þess- ar minningar, finn eg aldrei hvíld.“ í sama vetfangi vaknaöi hún og sagöi, a’S þetta gæti ekki alt veriö draumur. Næst kvöld baö hún: „Drottinn, leyf mér aö fara og hjálpa þeim!“ Og mörg kvöld baö hún þannig, en bæn hennar haföi engan árangur. Þá örvænti hún og mælti: „Er þá ekki til neins að biöja? Fæ eg ekki svar?“ Loks baö hún: „Drottinn, eg veit ekki hvernig eg á að biöja. Lof mér aö hjálpa öörum til þess að fara til heiðingjanna, lát mig gjöra hvaö sem er til hjálpar!“ Og í þetta sinn var bæn hennar heyrð, þó aö hún vissi þaö ekki. Þegar kalliö kom til hennar, og hún átti að deyja, þá sagöi hún: „Eg hefi gjört svo lítiö. Eg hefi reynt aö gera eitthvaö til gagns, en ekki framkvæmt neitt. Eg vildi óska, aö eg gæti fengið vitnskju um, aö eg hafi þó hjálpað, þó ekki væri nema ofurlítið!“ Og í þetta sinn kom ekki engill til hennar heldur vinur, sem hún haföi aldrei þekt. Kín- verska barnið kom hlaupandi til hennar á bein- um, hraustum fótum. Stúlkurnar frá Afríku komu til hennar svo frjálslegar í fasi og ljóm- aði ást og gleði úr augum þeirra. Og litla Hind- úa-stúlkan kom til hennar. Hún var ekki brúöur lengur, heldur var hún aftur oröin áhyggjulaus, lítil telpa. Og auk þess mætti henni ótölulegur fjöldi fólks, er heilsaði henni meö þessum oröum: „Þú sendir oss lækna, kennara og trúboöa, sem komu meö Krist til vor. Þú miölaöir tíma þin- um, peningum þínum og kærleika þínum, til aö hjálpa oss. Þú þekkir oss sem þínar eigin systur. þín eigin börn, þú elskaöir oss og komst oss í kynni viö Krist.“ Og konan var hrædd um, aö þetta kynni að vera draumur, og hún spuröi: „Veitist mér sú náö, aö flytja meö mér til himnaríkis minninguna um þessa elsku?“ Og svariö kom: „Þetta er himnaríki!“ 7 Lífið í'Guði. Eftir Miss Bertha M. Dowd. Þegar eg fyrir nokkrum árum fór aö láta Guö stjórna mér, þá bauð hann mér aö keppa aö einu takmarki, og þaö var aö lifa og dvelja stööugt í Drotni, meö árvekni og samviskusemi. Einn dag, þegar eg var að biöja hann, varö eg fyrir svo dýrölegum áhrifum, aö mér fanst eg algerlega vera umvafinn af Kristi, og eg misti sjónar á sjálfri mér. Nokkru síðar varð eg veik, og baö eg þá Jesúm aö gjöra sig dýrðlegan x veikleika min- um, og eg bað hann aö lækna mig. Eg spuröi, hvernig hann gæti öðlast dýröina meö því aö lina þjáning mína, og aftur fanst mér eg vera al- gerlega umvafin af Kristi. Mér var sýnt, aö et eg væri sjálf hulin, en Kristur væri alt í kring- um mig og yfir mér, aö dýrðin mundi setjast yfir hann og ekki snerta mig. Þetta var mér veí ljóst. Þegar eg las vers eins og þessi: „Sá, sem dvelur í leynistað hins hæsta, mun hvíla í skugga hins almáttuga. Hann mun skýla þér meö srn- um fjöðrum og undir hans vængjum muntu hugg- un finna,“ þá skildi eg, hversu gott er að biöja Guö leynilega. Þaö er satt, aö þeir, sem þurfa að vinna fyrir viöurværi sínu, geta ekki eytt eins miklum tíma og þeir mundu óska, til aö biöja í leyni, en þaö er líka satt, aö vér getum lifaö í stööugu bænarsambandi viö Guö, þrátt fyrir annir dagsins. Þaö er aö eins mögulegt meö því aö deyja sjálfum sér, og svo fór eg að biöja Guö, aö leiöa mig inn á þennan veg. Eg gekk í gegnum margar þrautir og raunir meö þetta takmark stööugt fyrir augum. Stundum var eld- urinn heitur og byrðin þung. Eg gat ekki ætíö séö Guðs hönd í öllu sem mér bar aö höndum, eins og eg sé nú, en smánx saman opnaöi hann augu mín. Eitt af þvi, sem hjálpaði mér áfram til sigurs, var sá ásetningur rninn, aö mögla aldrei né kvarta um kjör mín eöa kringumstæður. Guð sýndi mér í orði sinu, hve mikil synd það er, aö mögla og kvarta, þegar vér höfum lagt oss í hans hönd og vitum, aö hann lætur þaö eitt fram viö oss koma, sem oss er fyrir beztu. Þaö er þvi skort- ur á trú, aö treysta honum ekki fullkomlega.

x

Ljós og sannleikur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur
https://timarit.is/publication/479

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.