Ljós og sannleikur - 01.09.1919, Side 4
52
Ljós og sannleikur
þeir saman til aö brjóta brauðið (Post. 20 :
7.). Og margar fleiri sannanir úr Guðs orði
væri hægt að tilfæra, um það, að sunnudag-
urinn er hinn ákveðni Drottins dagm: i hans
kirkju.
6. þess er og krafist, að þeir forðist að
minnast á yfirsjónir nokkurs fjarverandi
manns, og skulu þeir ekki einu sinni hlusta
á þá er það gera, nema það sé óhjákvæmi-
legt vegna Guðs dýrðar og góðs málefnis,
og til að styðja að heill þess manns, er í
hlut á.
7. pess er krafist af öllum meðlimum
vorum, að þeir séu fyrirmynd i hófsemi,
iðjusemi, trúmensku og ástúð, taki á sig
krossinn daglega, að þeir séu stöðugt sann-
ir og trúir og sýni i öllu, að þeir séu skírðir
af heilögum anda.
8. pað er og slcylda vor, að nota hvert við-
eigandi tækifæri, jafnvel þó að það kosti oss
lifið, til að vitna um það, sem Drottinn hef-
ir gert fyrir oss, sérstaklega um helgunina,
guðlega lækningu og skírn heilags anda og
elds.
Forsjón Guðs.
Dæmisaga.
pað var ekkja, sem sat við sjúkrabeð son-
ar síns. Hún hafði vakað yfir honum marg-
ar nætur, og var nú orðin örmagna af
þreytu. En vonin um það, að elsku litli
drengurinn hennar lifði, gaf henni meira
þrek. Hún bað til Guðs fyrir honum, en
henni virtist Guð ekki ætla að gefa bænum
hennar mikinn gaum.
Drengnum versnaði æ meir og meir, og
svo fór að lokum, að hann lagði augun aft-
ur í síðasta sinn.
Móðirin grét lengi, lengi, missi drengsins
síns. Hún ásakaði Guð fyrir óréttlæti og
miskunnarleysi, fyrir það, að taka eina
drenginn hennar burtu, eina barnið sem hún
átti; og með þvi dóu allar framtiðarvonir
hennar. Allar fögru hugsjónirnar, sem vak-
að höfðu fyrir henni, dóu nú út með drengn-
um hennar. Henni virtist alt ókleift, og það,
sem henni fanst verst af öllu, var það, að
henni virtist Guð hafa gleymt sér. Hvað
hafði hún brotið fremur öðrum, svo að hún
verðskuldaði þetta? Hvernig gat Guð verið
algóður, og taka frá henni einu framtíðar-
vonina hennar, harnið hennar, sem hún elsk-
aði svo heitt? Nei, hún skildi ekkert í þessu;
alt var ókleift, öll sund lokuð.
pannig rak hver hugsunin aðra hjá henni,
þangað til að svefninn flutti hana inn í land
draumanna.
Ekkjan sér að kona ein kennir inn. Ilún
var fögur ásýndum, og Ijómi skein af á-
sjónu hennar. Konan ávarpar hana og segir:
— „Fylg mér.“
það var eins og eitthvert ómótstæðilegt
afl knýi ekkjuna áfram, því hún reis þeg-
ar á fætur, og gekk út með konunni.
„Hvert á eg að fara með þér?“ spurði
ekkjan.
„Yiltu fá barnið þitt aftur?“ spurði konan.
„Eg vildi gefa alt, sem eg á, ef eg gæti
fengið það aftur.“
Hugsða þig vel um; þú veist ekki Iivers
þú óskar núna. En þú skalt fá að velja.“
„pökk! þökk! hrópaði ekkjan. Hún var
alveg utan við sig af fögnuði. „Ef eg vissi
hvernig eg ætti að þakka þér þetta.“
„þú átt ekki að þalcka mér, heldur föð-
urnum; frá honum koma allar góðar gjaf-
ir, og það er hann, sem stjórnar og ræður
öllu. — Viltu fylgja mér?“
„Já, þó eg ætti að fara heiminn á enda,
ef eg fengi barnið mitt aftur, þá vildi eg gera
það.“
pær lyftust nú upp, og liðu áfram í loft-
inu, þar til þær komu að háu fjalli. Á fjall-
inu stóð höll, afarstór. Umhverfis liana var
liár múrveggur. pær svifu nú inn fyrir
múrinn, og sást þá að eins upp í heiðan
himininn.
„Hvar erum við nú?“ spurði ekkjan.
„Ertu lirædd að fylgja mér?“
„Nei; en getur barnið mitt verið hér?“
„þú hefir rétt fyrir þér, það er ekki hér,
en við höfum erindi hingað.“
þær gengu nú inn i höllina, og komu í af-
arstóran, ferhyrndan sal. 1 miðjum salnum