Ljós og sannleikur - 01.11.1919, Page 2
66
Liós og sannleikur
TAKIÐ EFTIR!
Aðalútsala blaðsins í Reykjavík er áLauga.
veg 20 B, sími 322, og i Bókaverslun Theo-
dórs Árnasonar, Austurstræti 17; i Hafnar-
firði í Bókaverslun Friðriks Hafberg, sími
33. Einnig fæst nú blaðið „Ljós og sannleik-
ur“ í flestum kauptúnum kringum land alt.
„Það sem eg hefi, það gef eg þér.“
pað eitt, sem einhver hefir og á i raun
og veru, getur hann gefið. Mynd af eldi
vermir ekki, og dygð, sem ekki er nema lík-
ing ein, glæðir eigi dygðir hjá öðrum. Hafi
einhver peninga, þá getur hann gefið þá. Sá,
sem hefir sannleikann getur miðlað öðrum
áf honum; hið sama getur sá, sem á hug-
prýði, von, kærleika og góðvild i sálu sinni.
Ef einhver er sterkur, þá getur hann beitt
kröftum sínrnn fyrir aðra. „Að vera“ fer á-
valt á undan að „gjöra“ í málfræði kristin-
dómsins. pað er erfitt að lyfta öðrum hærra
en vér stöndum sjálfir. Ef einhver er sjálfur
fullur úlfúðar, efasemda, haturs eða illra
ástríðna, þá hefir hann ekki öðru að miðla
þeim, sem með honum eru; slíkur maður
getur engan veginn auðsýnt öðrum þau gæði,
sem hann hefir ekki sjálfur. pví er það mað-
urinn, sem á bak við stendur, sem mestu
varðar í allri kenslu og prédikun. Köld kenn-
ing getur eigi vermt iðrunarlausa menn, svo
að þeir lifni við. Vér getum eigi kveikt eld
i brjóstum annara, nema vér séum sjálfir
eldheitir í anda. Hér rætist hið fornkveðna:
„Brandur af brandi brennur og funi af
funa.“ Biðjum því eins og skáldið:
„Leið þú mig Drottinn, að leitt eg geti
þreytta vegfara á vegum lífsins;
seð þú mig, Drottinn. að satt eg geti
hungraða menn á himinbrauði;
styrktu mig, að eg standi fast
á bjarginu og báðar hendur
rétti í kærleiks-krafti þínum,
þeim, sem ólögin yfir ríða.“ —
Postulinn Pétur gaf halta manninum
tvent sem var miklu meira vert en silfur og
gull. Hann gaf honum þrótt til að sjá fyrir
sér sjálfur. ]?að var hvorki ávaxtalcarfa né
ávaxtatré. pað er að öllum jafnaði talin
haldkvæmasta aðferðin til að auðsýna öðr-
um kærleika, þegar þeir biða eftir starfi sér
til atvinnu.
Síðan gaf Pétur honum annað, sem var
miklu æðri gjöf — hann leiddi hann til
Drottins Jesú Krists, leiddi liann inn í líf og
starf kristinna manna. pegar Jesús læknaði
sjálfur, gaf hann ávalt þessa æðri blessun
með hinni lægri. Hann gerði ávalt meira en
það að lækna líkamann. pað var ávalt hinn
minni þáttur lækningarinnar. Hann spurði
sjúklinginn ávalt, hvort hann tryði, og gerði
alt sem hann gat, til að tendra trú hjá hon-
um. Heimskur er sá, sem vill bjarga öðrum,
en kveður sér eigi til aðstoðar þann kraft-
inn, sem mestur er, og það er kraftur trú-
arinnar.
Postularnir voru á leið til að gegna öðr-
um skylduverkum, þegar þetta tækifæri
barst þeim að höndum. Margar hinar nyt-
sömustu stundir i lífi voru berast oss að
höndmn á sama hátt. Ferskjutré spruttu upp
í röðum meðfram vegi, þar sem hermenn
höfðu gengið og fleygt steinum úr ferskj-
um, sem þeir voru að eta. pegar myndastytt-
ur Thorvaldsens, liins fræga myndhöggvara,
voru fluttar heim frá Rómaborg, þá fluttust
frækorn í hálminum, sem troðið var i kring
mn þær og þau frækom urðu að nýjum
blómum, sem nú skreyta aldingarðana í
Kaupmannahöfn. Yér eigum ávalt að hafa
vakandi auga á tækifærunum við veginn, til
að gera það, sem gott er.
Pétur tók i liægri hönd halta mannsins og
reisti liann á fætur. pegar það er kraftur
trúarinnar, sem læknar, þá þarf eigi og á
eigi að vanrækja annað, sem reynslan sýn-
ir, að orðið geti til heilsubótar; trúarkraft-
urinn á að vera því til uppfyllingar. „Eigum
vér að fela Alla (Drotni) úlfaldana vora í
lcvöld?“ sagði sveinn Múhameðs við hann,
þegar þeir voru að tjalda á graseyju nokk-
urri i eyðimörkinni. „Já,“ svaraði spámaður-
inn, „en bittu þá fyrst.“
Pétur gerði einmitt hið sama fyrir halta
manninn, með krafti hins lifandi frelsara,