Ljós og sannleikur - 01.02.1920, Blaðsíða 2
9o
Ljós og sannleikur
Dómar drottins.
Nói óttaöist eigi þann dóm Drottins er
ganga skyldi yfir heiminn á hans dögum. Ark-
arbyggingin minti sí og æ á þann ægilega dóm.
En sú bygging var Nóa og hans fólki til
huggunar, þótt hún mætti vera hinum guölausu
til skelfingar. Og þó aö Nóa blöskraöi ilska
mannanna og að hugsa til dómsins, er þeir áttu
í vændum, þá varð honum jafnan hughægra,
er honum var litið á björgunarskipið sitt, og
eftir því, sem á lei'ð arkarsmíöið, nálgaöist dóm-
urinn. En meöan á smiöinu stóö, átti hann iðu-
lega viötal viö Guð.
Jesús sagöi: „Eins og var á dögum Nóa, svo
mun og veröa á dögum mannsins sonar. Þá
veröa uppi Nóa likar, menn, sem horfa á björg-
unarskip í smíðum, sem ætlaö er handa þeim.
og horfa á heiminn meö sorg og viðbjóði.
Hver var algengasta syndin á dögum Nóa?
Þeir átu og drukku, kvæntust og giftust, en
enginn hugsaði til Guös. En mesta syndin var
þaö, aö þeir létu viðvörunarorðin, sem vind um
eyrun þjóta, — vantrú þeirra og efi um þann
boðskap, sem réttlætisprédikarinn Nói flutti
þeim. Hiö sama á sér stað á dögum mannssonar-
ins, á undan komu Krists til dóms. Mesta syndin
á dögum Nóa var þaö, að þeir vildu engar bjarg-
ir þiggja, þeir vildu eigi komast hjá dóminum.
Það er boðað, aö Jesús sé hjálpræðið, að hann
sé vegurinn til að komast hjá dauða og dómi,
en honum er hafnað, hann er fyrirlitinn. Eins
og það var, svo mun það verða. Dár mun verða
dregin að þeim, sem eru líkir Nóa.
Prédikararnir á dögum Nóa, gátu ekki ein-
um einasta af þeim, sem á þá hlýddu, snúið.
Vafalaust hafa þeir flutt samtíðrmönnum sin-
um góðan boðskap. En enginn vissi fyrri til
en flóðið kom og drekti þeim öllum.
Og hvernig var á dögum Lots ? Guði þókn-
aðist að ráðgast við vini sína. Abraham talaði
við Guð og Drottinn talaði við Abraham eins
og vinur við vin. Abraham var órótt út af eyð-
ingu borganna á sléttunni, en út af sjálfum sér
var hann ókvíðinn. Hann bar örugt traust til
Drottins, og Drottinn bar traust til Abrahams,
því hann var jafn öruggur, hvað sem að hendi
bar og hræddist eigi dóminn, sem Drottinn kvað
upp yfir borgunum. Hann gekk eigi fyrir Guð
í bæn sjálfs síns vegna, heldur borganna og
gerðist talsmaður þeirra.
Guð hefir jafnan birt vinum sínum ráð sitt og"
vilja. Hann birti postulum sínum það og síð-
an öðrum, alt fram á þennan dag, Guð vill
birta ráð sitt, hann vill, að menn ráðgist við
sig. Huggarinn, Guðs heilagi andi, hefir ver-
ið sendur, til að upplýsa, vekja og opinbera ráð
Guðs. „Það sem verða mun, mun hann birta
yður“. Hann er huggari Guös vina, hann er
besti kennarinn, sem Guð getur sent; hann er
huggari hvers einstaks manns, er vill við hon-
um taka, hann lýkur upp orði Guðs fyrir þeim,
hann fræðir hverja sál; hann gefur skilning á
rás viðburðanna, hann bendir á þá dóma Guðs.
er koma fnunu yfir þá, sem þverskallast. Hann
gerar marga að spámönnum Guðs enn þann dag
í dag. Nú rekur hver spádómurinn annan. Enn
eru ritaðar spádómsbækur. Og hvers vegna?
Af því að þess er brýn þörf, náðartíminn er
orðinn stuttur. Vonska heimsins fer sívaxandi.
Nú er sá boðskapur fluttur hvarvetna, að koma
Drottins sé í nánd.
Enn er það eins og forðum. Nú er nýir
menn að byggja nýjan Babels-turn, er taki
til himins. Það er mannlegt bræðrafélag,
sem verið er að byggja! „Gott og vel,
vér skulum byggja oss borg og turn, sem
standa skal um aldur og æfi og allir skulu vera
ein þjóð.“ En þegar Guð lítur niður, þá sundr-
ast alt og tvístrast. Þeir byggja sinn turn og
verður vel ágengt og Guð bíður, þangað til þeir
hafa náð hámarki sínu — þá tvístrar hann bygg-
ingarmeisturunum. Og á hvern hátt? Ritningin
segir oss það. Opinberun Jóhannesar segir frá
velmegun manna og framförum, en segir lilca
frá því, hvernig Guð kollvarpar því öllu.
Áform manna, mannlegar framfarir, ríki þessa
heims — alt verður þetta að þoka fyrir ríki
Guðs og hans smurða. Því fullkomnari, sem
riki heimsins eru, þvi nreiri verður smánin og
eyðingin.
Takiö eftir þessu með tígulsteinana og hve
vel þeim sóttist verkið. Guð bíður, þangað til
vonskan hefir náð hámarkinu.
Guðleysið fékk 120 ára tímabil ti! að magn-
ast. Hann, hinn náðugi Guð, hefði getað eytt
þeim i einum svip. En hann gefur öllum vond-
um mönnum fullan frest. Þá var eigi uppi nema