Ljós og sannleikur - 01.02.1920, Blaðsíða 4

Ljós og sannleikur - 01.02.1920, Blaðsíða 4
92 Liós og sannleilcur um myndum hefir stormurinn komiö fram. Bál hafa kveikt veriö, úthelt blóði, þrumur hafa dunaö, eldingar leiftratS, og öldur risitS fjöllum hærra. Og bátur Jesú hefir tirað eins og aspar- lauf á ölduhryggnum, hann hefir veri’5 hulinn af bylgjunum, en allan þann ósjó og illa storma hefir hann staöist til þessa dags. Og hann mun gera þaö framvegis, því a5 Jesús er með, og hann verður með til daganna enda. En lærisveinarnir hafa verið hræddir, stund- um ofboðslega hræddir og — ósjálfbjarga. Jóhannes hefir falið sig í faðmi Jesú, Jakob hefir beðist fyrir, fullur ótta, vandlætararnir hafa risið gegn hinum, og Pétur hefir hrópað: „Herra, bjargaðu oss, því að vér förumst." Svona hafa horfurnar verið hjá mönnum Jesú oft og einatt. — En Jesús svaf. Hann var ekki hræddur. Ann- ars er þetta hið eina skifti, sem þess er getið, að Jesús hafi s o f i ð. Stormarnir hafa geisað, himinháar öldur ris, ið, skipið verið hulið bylgjunum, lærisveinarnir hafa hrópað óttaslegnir, en Jesús hefir „sofið“, hann hefir elckert látið til sin heyra. Hví eruð þér hræddir, þér trúarlitlu menn. Aldrei ferst skip Jesú, meðan hann er sjálfur innanborðs, og hann verður altaf með til enda veraldar. Trú þú, sönn trú skeytir engri hættu, veit eigi af neinum endalokum; hún veit að Guð heldur ólgusjónum í hendi sinni. — Einu sinni var trúaður sjómaður spurður, hví hann gæti verið svo rólegur í svo hættulegum sjó. Hann svaraði: „Ef eg á að sökkva, þá hníg eg niður í hendi föður míns, því ritað er, að hann hafi hafið í hendi sinni.“ Trúaður maður hefir þann skilning að alt í heiminum sé í föðurhendi Guðs. Eignir og heilsa, líf og heiður, álit og mannorð, mótlæti og meðlæti, líkami og sál, tími og eilífð — alt, alt er í hendi Guðs. „í hendi Guðs er hagur minn.‘‘ Þess vegna er trúuðum manni hugrótt, þeg- ar stormarnir geisa mest og öldurnar rísa hæst. Tákn trúarinnar fylgja trúuðum mönnum. Ef nafn Jesú er þér hugfast, þá ertu trúarinnar maður og þá sigrar þú illa anda. Þá talar þú, svo heiminum verður orðfall, þá fer þú svo með hina lævísu höggorma vonskunnar, að þeir geta eigi eitrað lífsuppsprettuna í þér og þá getur þú með helgri hendi veitt sjúkum lækningu. Gerðu þér það einungis ávalt ljóst, að þú talcir þér aldrei neitt fyrir hendur, sem Jesús getur eigi telcið þátt í. Vertu þess vís, að hann er í skipinu, þó að svo virðist sem hann sofi. Og varastu að vera sjálfur valdur að stormi — það gæti komið fyrir, að Drottinn hirti eklci um að stilla þann storm. En hann stjórnar sjálfur þeim stormi, sem hann sendir sjálfur. Vertu loks viss um, að almætti Guðs hefir alla krafta í hendi sér. Hann lifir enn, lausnari vor. Hann rís á fætur voldugur og hátignarleg- ur, hastar á vindana og blíða logn verður kring- um skipið. Það er öruggleiki og von trúaðra manna ; stormum lífsins: Skip Drottins hefir konung máttarins innanborðs. Láttu þér því sagt, vinur minn og barn Guðs. Ef höfðingi lífsins hefir kallað þig upp úr gröf syndarinnar og dauðans, og þú lifir í honum, þá máttu búast við því, að allar árásir, sem honum voru gerðar, beinist líka að þér. Lazarus var þögull vottur; frá hans vörum er eigi slcráð eitt einasta orð; en við vitum það eitt, að hann sat að borði með Jesú, hann var r vinahóp hans. Sá, sem er í raun og veru end- urfæddur af andanum, vitnar um það, að nýtt líf eigi sér stað i raun og veru, þó að hann mælí ekki orð frá vörum. Hann er lifandi og þegj- andi vottur um mátt Drottins. Lifið talar sjálft sínu máli. Ekki hrópar nokkurt blóm á vorin r „Sjá, eg lifi.“ Blómið sjálft er fullnægjandi vitnisburður um lífið, sem í því býr. Lazarus sat við borðið, og ásjónu Jesú fyrir sér. Hann vissi, hvar hann hefði verið og kann- aðist við, að nú sat hann gagnvart Drottni lífs- ins. Oss getur því varla furðað á, þó hann sæti hljóður við borðið. Hjarta hans var svo fult af fögnuði, að hann fann engin orð til að lýsa því, sem fram við hann hafði lcomið. Lazarus verður á öllum tímum ímynd þeirra, sem gleðjast af samfélagi sínu við Jesú, og eftirmælin hans eru líka hin fegurstu sem nolckr- um dauðlegum manni geta hlotnast: „Vegna hans trúðu margir Gyðingar á Jesúm.‘‘ „Marta gekk um beina“, hún þjónaði Jesú, og hvernig gat hún annað! Gleymum því ekki, að þjónusta hennar var Jesú næsta dýrmæt; hún var það, sem hún átta að vera. Nú var það

x

Ljós og sannleikur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur
https://timarit.is/publication/479

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.