Kári - 10.09.1918, Blaðsíða 3
KÁRI
11
jeg ura, að þetta væri í rauninni þjóðernis-
einkenni okkar Islendinga. Reir, sem skera
sig úr, hugsa sjálfstætt, þ. e. a. s. öðruvísi
en almenningur og fara el'tir þvi, eru út-
skúfaðir úr samneyti hinna svo kölluðu
betri manna, þeir eru ofsóttir, einangraðir
og eyðilagðir á alla lund, þangað til ekki
er nema um þrent að velja fyrir þá: að
ganga í sjóinn og drekkja sjer, verða aum-
ingjar sjálfum sjer og öðrum til hyrði og
leiðinda, eða þá að verða ófyrirleitnir, sam-
viskulausir fantar.
Út af ritdeilunni milli Páls og Jónasar
fóru menn að rifja upp filistea-sögurnar
og grafa eftir um hvað þær hefðu eiginlega
verið. Og það stóð beima, þessir kaup-
menn, sem frá átti að vera sagl, , höfðu
flækt einfalda, saklausa sveitabændur út i
ábyrgðir á skuldabrjef og víxla, l'engið þá
til að »lána« nöfnin sin á þessa »pappíra«
og auðvitað ekki dottið í hug að innleysa
pappírana sjálfir, heldur láta sauðsvarla
sveitakarlaua taka við skellinum. Svei, svei!
Og með þessu höfðu þeir ekki einungis
gert efnaða og sjálfstæða menn öreiga,
heldur jafnv^l komið heilum sveitarfjelög-
um »á hreppinn«. En það datt engum í
hug, að þessir »efnuðu og sjálfstæðu«
bændur ættu eða hefðu átt að íhuga hvað
þeir væru beðnir um, hvað þeir skrifuðu
undir og hverjar afleiðingar það gæti haft
fyrir þá. Og sussu nei! Það var svo sem
sjálfsagt, að þeir ættu að vera og haga sjer
eins og skynlausar slcepnur, bara skrifa
undir það, sem þessir filistear, þessir tjár-
glæframenn, lögðu fyrir þá. Og síðan, þegar
alt var komið i óeíni, og þeir, þessir efn-
uðu, sjálfstæðu bændur, áttu að bjarga
búum sínum og nöfnum með því að svara
út nokkurum liundruðum króna, kann ske
að eins nokkurum lugum króna, voru þeir
ófáanlegir lil slíks, en varla fundust þeir
klækir, og rneira að segja glæpir, sem bein-
linis vörðuðu við hegningarlögin, sem þessir
aumingjar eigi gerðu sig seka um, annað-
hvort af sjálfsdáðum eða áeggjan annara,
til þess að koma sjer hjá að láta af hönd-
um smá upphæðir, sem enga úrslitaþýð-
ingu gátu haft fyrir fjárhagslega afkomu
þeirra og velliðan. Og þessi aðferð þeirra
þótti almenningi, æðri sem lægri, bæði
sjálfsögð og í alla staði i samræmi við vel-
sæmis- og siðferðisþroska okkar íslendinga.
Jafnvel dómstólarnir hafa staðfest þessa
siðferðiskenningu. Og til þess að sýna með
óskeikulum rökum, að þessi siðferðisskoð-
un og þetta velsæmi er það, sem Islend-
ingum er eiginlegt, hafa þeir fáu, sem i
þessum sökum reyndust drengir með ó-
veildaða skynsemi og velsæmi og fundu,
að það voru þeir sjálfir, sem næstir stóðu
til þess að bera afleiðingar verka sinna,
verið hundsaðir og þeim legið á hálsi fyrir
heimsku og ræfilshátt vegna þess að þeir
höguðu sjer ekki eins og hinir. Og þeir
sem haía varið tima og erfiði til þess að
koma heilbrigðu skipulagi á þetta afdæma
ástand, hafa beinlinis verið ofsóttir, og taldir
óalandi, óferjand og óráðandi öllum bjarg-
ráðum. Jeg er reiðubúinn að sanna með
dómum, rjettarskjölum og eiginhandar-
skjölum einstakra manna, hvenær sem
vera skal, að svona er siðferðisástand
hinnar fullvalda islensku þjóðar árið 1918.
Það er álitið, og vissulega með íullum
rjetti, að íslensk alþýða í sveitum landsins
hafi verið heiðarleg og heilbrigt hugsandi
alt fram að síðustu aldamótum. Og svo
var það þar sem jeg þeldi til. I minu ung-
dæmi þektist það ekki í mínu bj'gðarlagi
að skrifleg skýrteini væru tekin fyrir því,
þótt einhver lánaði öðrum muni eða pen-
inga og aldrei heyrði jeg þess getið, að
nokkurn tíma hefði orðið undanbrögð eða
vanskil á að skila slíku aftur. Og sá, sem
einhvcrju hafði lofað, efndi loforð sitt, þrátt
fyrir að það hvorki var vottfast nje skrif-
legt, hversu mikinn baga og óþægindi sem
það bakaði honum. En nú er öldin önnur.
Nú meta menn skuldbindingar, sem þeir
skrifa sjálfir með eigin hendi og undirrita
með ei‘ginhandarnöfnum sinum í viðurvist
þar til kvaddra manna, er svo skrifa undir
sem vitundarvottar, ’að engu. Og til þessa