Kári - 10.09.1918, Page 5

Kári - 10.09.1918, Page 5
K Á R I 13 næsi. Hann sagði að kæran fyndist ekki fyr en um jól, svo sjer væri óhælt að bíða, og það bæri ekki eins mikið á að hann væri að flýja, ef hann dokaði við. Skammkell: En er ’ann þá að flý . . ? Flosi: Sus-u-u! Það getur einhver heyrt lil okkar. Landsbarskaútibúið. Landsbankaútibúið á Selfossi er sagt að eigi að laka til starfa þ. 1. okt. i haust. Sú kviksaga hefir gengið hjer i bænum, að Eirikur Einarsson, fyrverandi sj'slumaður í Árnessýslu ætti að verða bankastjóri úti- búsins, en þeir sem þekkja bankastjórnina, sem skipuð er nýtum og skynsömum mönn- um, telja óhugsandi að hún kirki stofnun- ina i fæðingunni og brjóti af sjer hylli Ár- nesinga með þvi að velja þann mann sem forstjóra hennar, sem sneyddur er banka- þekkingu og þar að auki hefir sýnt sig sem gersamlega ómögulegan mann í bæði þau skifti, sem flaskuð hefir verið á þvi að láta hann gegna opinberum stöðum sem lög- reglustjóri á Sigluíirði og sýslumaður i Ár- nessýslu. Annar starfsmaður útibúsins kvað verða Guðmundur Guðmundsson (frá Reykholti), dugnaðar- og reglumaður, og þar að auki þaulkunnugur bankamaður. Væri stjórn Landsbankans illa mislagðar hendur, ef hún gerði hann ekki að bankastjóra, þvi að hve nýtur ög duglegur sem hann er, getur hann auðvitað ekki gefið stofnuninni það traust og viðgang, sem hún aldrei getur öðlast undir stjórn Eiriks, ef Guðmundur er gerð- ur að undirtyllu hans. Afsakanlegra væri, þó ilt sje, að hleypa Eiríki að útibúinu sem aðstoðarmanni Guðmundar og lofa honum að hafa ofan af fyrir sjer þar með- an Guðmundur gæti tjónkað við hann, sem þó vafalaust ekki yrði lengi. Mikilmenni. Framliald. Annað vitnið, sem var ábyrgðarmaður á skjalinu, spurði Eirikur, hvort útgefandi skuldabrjefsins hefði beðið vitnið um að vera ábyrgðarmaður á skjalinu. Þessu neit- aði vitnið, sagði að útgefandinn hefði al- drei beðið sig um að skrifa undir neitt. Jeg bað þá Eirik spyrja vitnið, hvort sá sem skuldabrjefið var gefið út til handa hefði eigi beðið vitnið um ábyrgð þess, sem kæmi í sama stað niður. Eiríkur setti þá upp rolma embættissvip og sagði all- birstur, að pað vœri alls ekki pað sama. Vitninu varð svo um þetta, að það veittist að mjer með hroka og kvaðst ekki komið fyrir rjett til þess að láta mig spyrja sig i þaula og mundi það ekki svara öðru en þvi, er sýslumaður spyrði sig um. En spurn- inguna fjekk jeg Eirík ekki lil þess að leggja tyrir vitnið. Þessi framkoma Eiríks ber vott um heimsku, illmensku og sam- viskuleysi. Þess verður að gæta að hér var um að ræða sekt mína eða sakleysi og mis- munurinn gilti ekki að eins mannorð mitt, heldur svona á að giska 5—8 ára tugthús- vist. i^tli það hafi nú ekki komið i sama stað niður, eftir hvers tilmælum maðurinn hafði skrifað nafn sitt á skjalið, e/ hann annars hajði skrijað pað, og það var það, sem spurningin var um og ekkert annað. Það er hörmulegt fyrir okkur alþýðumenn- ina, að sjá menn, sem hafa stundað nám við fullkomnustu menningarstofnanir lands- ins og notið styrks af almannafje, eða með öðrum orðum, menn sem við sjálfir með framlögum vorum til almennra þarfa höf- um fleytt fram til æðstu trúnaðarstarfa þjóð- fjelagsins, haga sjer eins og fábjána og sam- viskulausir níðingar. »Aumt er orðið ísland«, eins og Krukkur sagði, að við alþýðumenn- irnir eigum ekki dáð nje dug eða samheldni til þess að rísa gegn þeirri óhæfu, sem okkur er boðin með því að láta slíka pilta gegna vanda- og ábyrgðarmestu stöðum í

x

Kári

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kári
https://timarit.is/publication/480

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.