Láki - 19.06.1919, Blaðsíða 1

Láki - 19.06.1919, Blaðsíða 1
Afgreiðsla og innheimta hjá Guðmundi Davíðssyni, Bókabúðinni, Laugav. 13. Skrifstoía á Vegamótastíg 9. Ritstjóri til viðtals kl. 7—8 e. h. LÁKI GAMANBLAÐ Ritstjóri: Pétur Jakobsson Láki kemur svo oft sem þ.ví verður við komið. — Kostar í lausasölu 25 au. eint., en fyrir fasta áskrif- endur 20 au. 1. tbl. Fimtudag 19. júní. 1919. Láki. Hann Láki er engum líkur —. — Hann Láki er vorinu' f æddur —. Og Láki er fullur af fjöri og ást, — en feiknar skapsmunum gæddur. Og nú er hann Láki lagður af stað, — og Láki ætlar engum að gleyma. J>ví Láki er ljúflingur allra, og Láki á alstaðar heima. A m a t o r. Láki er vorblóm. Láki er margfaldur vormaður. Hann lætur ljós sitt skína í fyrsta sinni á júnídegi, þegar vorið i náttúr- unni er i sem mestum blóma, einmitt þegar súrurnar eru útsprungnar og hvönnin er orðin græn og vorrigning- arnar belja með reginmagni, og mynda kolmórauð stórfljót i göturennunum, sem brjótast áfram út yfir alla bakka, — alveg eins og húgur æskumannsins. Og hann kemur á vori hins íslenzka þjóðlífs, — einmitt þegar á að fara að kaupa flugvélarnar. Vér sögðum á vori hins islenzka þjóðlífs, og það er auðvelt að sýna og sanna með fáum dæmum. J>að þarf ekki annað en benda á þessi þrjú hundr- uð bilstjóra vorra, sem nú hafa, með hinum forna og dýrlega, eg tala nú ekki um karlmannlega einarðleik gert „skrækinn." Og einmitt nú eigum við séra Bjarna. Og Ólaf Friðriksson. Og Einar Jochumsson nýkominn til bæj- arins! Og svo eigum við einhverstaðar mann, sem kann að herma eftir Chap- lin! ' Eða hafa menn lesið pistilinn eftir hann Gísla Jónsson, sem fæst i Sölu- turninum — þar sem þetta stendur skrifað: Eg hélt mig sitja i sólskini, hátt á hól á bersvæði; þá gægðist þar upp illtrýni og terrað stél á sóðsvini. Hver, sem lesið hefir Gísla, efast ekki um að nú er vor, ekki eingöngu í þjóð- lífinu, heidur líka i bókmentunum. Já, það sér hver máður: Láki kem- ur á þeim tima, sem fegurstur hefir runnið upp yfir þjóð vora. Og ekki einungis það:

x

Láki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Láki
https://timarit.is/publication/482

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.