Láki - 19.06.1919, Blaðsíða 2

Láki - 19.06.1919, Blaðsíða 2
2 LÁKI Hann heilsar á þeim dýrlegasta af- mælisdegi,, sem til er i sögu þjóðar vorrar. Hann heilsar á þeim degi, sem bjart- astur er og blíðastur, degi kvenréttind- anna, degi Bríetar, degi Freyju, degi hins fegursta, sem Drottinn gaf þessari jörð, einmitt hálfum mánuði eftir að hvíta „svínaríið“ er úr sögunni og Jón í Mundakoti er afhrópaður fyrir austan. Er þetta ekki giftusamlegur tími — og drottinlegur dagur? Eða hver mundi sá, er dirfðist að frýja Láka heilla? J?ví Láki elskar vorið, vor náttúr- unnar, vor þjóðlífsins, vor bókment- anna; hann elskar kvenréttindin, hann elskar Bríeti, og hann elskar þetta fal- lega sem Guð gaf, meyjarnar; já, þær elskar hann allar. pví er það, að óska Láka ills, hið sama og að óska öllum mögulegum vorum, Brieti, kvenréttindunum og stúlkunum, til óheilla. Og um það ger- ir enginn sig sekan. í framtíðinni ætlar Láki sér að taka til umræðu öll merkismál þjóðarinnar: Framfarir, skólamál, pólitík og alt, sem nöfnum tjáir að nefna. Láki er bók- mcntavinur og ætlar sér að fjytja fög- ur ljóð innan um og saman við. T. d. kemur gevoldugt Lákakvæði i næsta hlaði. Myndir af merkum mönnum og viðburðum ætlar Láki sér einnig að flytja, cf ástæður leyfa. Kom þú. Kvæði eitt dálítið nokkuð, munaróð- ur frá Halli hálfvita til hans elskulegu unnustu. Kom þú, kystu mig — þú kemur aldrei. Heldurðu’ að lífið sé alvara ein? — Nei, yndisstundir og gleðisöng það á þeim, sem nóttin er ill og löng og alvaran þjáir oki. pú talar um hann, en hann þarftu’ ekki að óttast. Hann er nú fjærri. En elska þú hann; já elska þú hann, en yndi þitt og atlot þrái eg, — eg, sem legg augun aftur og sé þig i sólroðans faðmi. Yeit mér yndi, veit mér gleði! Sorgin ? Sorgin hún er blóm — blóm, sem er eitrað, blóm, sem nístir hjartað. En hún gefur gullna vængi, — vængi, sem lyfta hátt, liátt upp í geiminn, ómælisþrár- og óskapnaðar-drauma- geiminn. Sérðu hvar hann skýlist í skugganum, bak við tjaldið, unnustinn þinn ungi? Heyrirðu hvað hann segir?

x

Láki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Láki
https://timarit.is/publication/482

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.