Láki - 19.06.1919, Blaðsíða 3

Láki - 19.06.1919, Blaðsíða 3
LÁKI 3 „Viltu borða? Viltu’ ekki borða? Viltu’ ekki bita, vina mín góð? Hérna’ er kjöt, hérna smjör, hérna brauð, hérna mjólk, mjólk úr henni Skrautu, Skrautu, sem er kostakýr, ' og bezta brúðargjöf. En eg býð þér koss, brennandi lcoss, / af brennandi vörum, lítið ljóð, létta vængi, vængi, sem þú sér, ef þú leggur augun aftur. Tár? Láttu tárin brynja, —- ekki á kjötið, ékki á smjörið og fyrir alla guðanna slculd ekki ofan i mjólkina. Tár, tár, sem líða af lindum þeim, sem líf og dauði signa. Mensa rotunda. Dagur dýrðarinnar. Eg er greindur, þvi að eg er úr Fló- anum, og eg get orðið hrifinn, því að eg hefi lesið Kapítólu. Og mikið skelfing held eg að það hafi verið heimskur maður, sem sagði, að Jón Sigurðsson væri að verða að landplágu. Að minsta kosti var hátíða- haldið á afmælisdegi bans eitt það dýr- legasta, sem eg get gert mér í hugar- lund. Eg var staddur í Reykjavík þann 17. og eg gekk niður í bæ, þegar eg var búinn að éta. Eg fór bara til að borfa á hátíðina, þvi ekki ætlaði eg að lialda í’æðu eða neitt þess háttar. pegar niður í bæinn kom, sá eg nú eiginlega ekki annað, en silkikjóla, stíg- vél og hvít brjóst. — J?etta fannst mér nú, manni á kúskinnsskóm, geta verið alveg nógur afmælisfagnaður út af fyr- ir sig, að minnsta kosti býst eg ekki við, að mér verði sýnd s v o mikil samúð dauðum, að fólk gangi svona ljómandi vel til fara. Og það var eg svo hjartanlega sannfærður um, að hér lcomu allir saman, einungis í því augna. miði, að heiðra minningu Jóns Sigurðs. sonar, — eða var það ekki? En þáð var nú meira en þetta! J?að var spilað á eitthvað á Austurvelli, eg sá ekki fyrir mannþrönginni hvað það var, en mér heyrðist það vera har- imonika. pað var skemtilegt! Ó, þessir ljúfu, dillandi tónar, þrungnir töfrum, þrungnir seiðmagni, þrungnir fegurð og listnæmi. pað þar þá heldur munur eða munnharpan mín. Svei mér þá: Eg roðnaði. Og svo fór alt upp i kirkjugarð. Og eg líka. Hvílík göfgi, heilög og háfleyg greip mig, við að sjá upp á seremoni- una og heyra ræðuna, sem haldin var við leiðið hans Jóns sáluga, eg held að sál mín liefði leyst upp í gufu og stigið upp í heim andanna, hefðu ekki dreng- irnir æpt: „aðgöngumiðar“,og cigarettu- reykurinn borist að vitum mér, og

x

Láki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Láki
https://timarit.is/publication/482

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.