Láki - 19.06.1919, Blaðsíða 4

Láki - 19.06.1919, Blaðsíða 4
4 LÁKI hótfyndnin frá unga fólkinu læðst inn í eyrun á mér, meðan á ræðunni stóð. Og það var eitthvað svo huggandi, og tilhlýðilegt, og líkingarfult upp á lífið, að halda frá gröfinni, þar sem þjóðmæringurinn liggur nár, og upp í járngerðið á melunum til þess að horfa á menn fljúgast á, hoppa og hía. — Rétt eins og messan við sveitakirkj una forðum og ballið á eftir! Svoleiðis þarf það og á það að vera. Eg spyr sálar- fræðingana: Er það ekki heilnæmast mannssálinni, að hefja hopp og hi og trallala á eftir sorgarsón og grafar- gráti ? Og blessuð bróderaða hringekjan í suðausturhorninu á járngerðinu. Af henni varð eg nú einna hrifnastur, af öllu því, er var til hátíðabrigða á þess- um degi. Ó, það vildi eg,. að Guð almáttugur hefði sent hann Jón Sigurðsson beina leið af Himnum ofan, þó ekki væri nema til að horfa á þetta yndislega tól, og dást að því, og dást að nýju menn- ingunni, svo blómlegri og blessaðri, sem hringsnerist í því. Eg tala nú ekki um, ef Guði hefði þóknast, að senda Jón upp í hringekjuna og lofa honum að finna, hvað það er þægilegt og dá- samlegt, að snúast í henni. Og mikið held eg að honum Jóni hefði þótt gaman, að sjá piltana sparka tuðrunni á milli sín um kvöldið, það var þó fögur sjón. Ó, Drottinn minn! Fyrst hélt eg, að það væri hreint og beint Fata Morgana. Síðan hélt eg að það væru Fransmenn. En hvílík hreykni blandin gleðitilfinning greip mig ekki, er eg varð þess vís, að þetta voru niðjar fornkappanna, og engu óslyngari. En mest var þó gaman seinast, þegar ballið byrjaði. það ball var þó reglu- lega í Jóns Sigurðssonar anda, — eg get nú samt ekki beint útlistað hvernig, en eg held að það hafi hlotið að vera það, — einhvern veginn .... Nei. það kemur ekki til nokkurra mála! Jón Sigurðsson er ekki plága! Hvert ár reisir sér og menningu sinni minnisvafða með hátíðahaldinu á 17. júní. —- Og það var engin skömm að þvi að þessu sinni. pað slagaði hátt upp í Kapítólu! J ó n a t a n. Bréfið berist austur í Flóa. Sonafélagið heitir nýstofnað félag hér í bænum. iMarkmið þess er, að gangast fyrir framkvæmdum í þessum greinum: Skotfimi, leikfimi, andatrú, sjósókn og iðnaði; listum, landbúnaði, söng, fyrir- lestrum og heildsölu; stjórnmálum, smekkvisi i svefnherbergismublum og symbólik. Stjórnendur félagsins eru þessir: Sigurður Karlsson, formaður; Steinþór Lárusson, ritari; Guðmundur Ásmunds. son vop Borðvið, gjaldkeri og fyrir- lestra-haldari félagsins. Félagið er þegar tekið til starfa. Nánar auglýst síðar. Félagsprentsmiðjan.

x

Láki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Láki
https://timarit.is/publication/482

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.