Liljan - 01.01.1916, Page 8

Liljan - 01.01.1916, Page 8
4 L I L J A N Mjög er skemtilegt að vera í þessum flokki fyrir þá, sem vilja verða að manni, vilja leggja hart á sig og læra, en fyrir gauð og bjálfa og hviklynda og lala er það erfitt, og þeir haldast ekki lengi við í honum, af því að ekkert er varið í þá. Sannir Væringjar reykja ekki, neyta ekki víns, segja aldrei vísvitandi ósatt, hrekkja aldrei né leggjast á lílilmagna, eru ekki montnir, jála yfirsjónir sínar og standa við orð sín, og stunda all sómasamlegt og gott. I5eir verða ekki slrax fullnuina í þessu öllu en þeir keppa eftir því. Kjörorð þeirra er: sannur og irúr, og höfuðmeginregla er þessi: »Alt sem er sall, alt sem er sómasamlegt, alt sem er rétt, alt sem er lireint, alt sem er gott afspurnar, livað sem er dygð, og hvað sem er lofsvert, geíið gaum að því«. (Fil. 4, 8.). Allir drengir geta æft sig í þessu, þótt þeir séu ekki í Væringjaflokknum, og þeir sem elska Guð sinn og ættjörð sína, kappkosta að gera það. Ég óska að allir drengir á íslandi vildu leggja stund á þetta; það væri gott fyrir landið. K Fánasöngur Yæringja. Lát blakta við bláloftið hátt yfi’r brosandi ungmenna fjöld þann fána, er eykur oss marksækinn mátt og minnir á síhreinan skjöld. í friði skal hefja’ ’hann að hún, því heilaga táknar hann rún.

x

Liljan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.