Liljan - 01.01.1916, Page 9
í slyrjöld skal óhikað fylgja’ ’honum fram
i fárviðri örva við bardagaglam.
Vér syngjum þér heiður og hrós,
vér hyllum þig, gunnfáni vor!
Þú minnir á dygðanna dýrmæla Ijós,
á drengskap, á festu og þor.
í vasklegri Væringjasveit
skal vinna þér dýruslu heit:
Að varðveita heiður þinn; heilslrenging sú
skal haldin með Guðs hjálp, því lofum vér nú.
Þú minnir á móðurjörð oss
og markið, er keppum vér að.
Hið drifhvíta’ á brimlöður, fannir og foss,
en á flekklausa karlmensku það.
Hið bláa á heiðfjöllin liá,
en himnaleið benda þau á.
Hið dreyrrauða’ á yndislegt árgeisla-spil,
á innileik trúar og kærleikans yl.
Páll V. Guðmiindsson.
Skátinn.
Eftir Richard Harding Davís.
Skátarnir liafa það fyrir reglu að gera einhverjuni
manni greiða á degi hverjum. Ástæðan til þess er ekki
sú, að í stílabókinni stendur aö maður fái það borgað,
heldur hitt, að það er unun að gera það. Ef þú erl