Kirkjublað - 15.01.1934, Side 4
16
KIRKJUBLAÐ
heima fyrir og í þeim löndum, sem vér höfum haft skifti
við, þar sem vér höfum drukkið hana inn með móður-
mjólkinni, þar sem vér höfum vaxið upp í jarðvegi hennar
og hverja stund andað að oss í andrúmslofti hennar, þá er
það auðsætt, að vér getum aldrei borið um það til fulln-
ustu, hvaða áhrif kristnin hefir haft á oss, og hvernig kom-
ið væri málum þjóðfélagsins, ef kirkjunnar hefði ekki not-
ið við.
í þessi ár, í allar þessar aldir hefir kirkjan haft gertæk
áhrif á einstaklinginn og þjóðlífið á öllum sviðum lífsins,
á samvizkuna og siðavitið, á tilfinningarnar og viljalífið, á
framkomu einstaklinganna innbyrðis, á löggjöf og heil-
brigðismál, á heimspeki og listir, á vísindi og iðnað og
svo framvegis ekki eingöngu af því, að prestarnir eða aðr-
ir forráðamenn kirkjunnar hafi á einhvern hátt látið þessi
mál til sín taka á stólnum og’’stéttunum. Auðvitað hafa
þeir gert það. En áhrifin eru ekki öll þaðan. Með óteljandi
háttum hefir kenning Krists alltaf verið að gagnsýra hug-
arfar manna, eins og súrdeigið, sem látið er i mæli mjöls.
Á ég að grípa tvö, þrjú dæmi af handahófi af öllu því,
sem kemur fram í hugann til sönnunar því, hver áhrif kenn-
ing Krists hefir haft á hugarfar vestrænna þjóða.?
Hvaða sjúkrahús eða fátækrahjálp var til í heiminum
á undan kirkjunni?
Og svo er eins og sumir þykist vera að finna þetta upp
núna. Og þeir tala á þá lund, að kirkjan hafi allra sízt
nokkurntíma léð Iið slíkum málum.
Eða hvar kemur það fyrst upp að afnema þrælasölu
eða takmarka og jafnvei banna vinnu barna í verksmiðjum?
Ég ætla að það verði erfitt að afsanna, að þetta eru
beinir ávextir anda Krists.
Eða á ég að nefna það, sem öld vor er allra hreykn-
ust af: raunvísindin, hina geysilegu aukning efnislegrar
þekkingar, sem að mörgu leyti hefir orðið undirstaða ótrú-
legra framfara, en einnig til geysilegrar spillingar, því allt
má misnota?
Framgangur raunvísindanna byggist að öðrum þræði