Kirkjublað - 15.01.1934, Qupperneq 5
KIRKJUBLAÐ
17
á óslökkvandi þekkingarþorstá, en að hinum á takmarka-
lausri trú á hæfileikum mannsins og ósigrandi sannleiksást.
Halda menn svo, að það sé skemmtileg tilviljun að
þessi vísindi verða til á meðal kristinna manna, eða að
minnsta kosti ná hjá þeim slikum framgangi og raun ber
vitni ?
Það gerist ekkert af tilviljun, og þetta ekki frekar en
annað. Þetta á höfuðrót til þess að rekja, að engin trúar-
brögð leggja slíka áherzlu á gildi mannsins sem kristin-
dómurinn, né halda því fram, að hann eigi að sækja á
slíkan þekkingarbratta. Og engin önnur trúarbrögð kenna
jafnt um verðleika sannleikans.
í þessu sambandi get ég ekki annað en brosað að
því, þegar menn eru að miklast af menning vorri í sam-
bandi við menning t. d. austrænna kynflokka, og telja
sjálfsagt af þeim að læra af oss. En sömu menn mega
ekki heyra nefnt, að þeim sé boðuð trú vor. Það er eins
og þeir ætluðu að útbreiða tréð með því að stinga niður
trjákrónunni í stað þess að sá til þess fræinu.
En svo ég snúi mér aftur að meginmálinu. Þeir, sem
ætla að »slá sér upp« á því að fara lítilsvirðingarorðum
um áhrif kirkjunnar, verða meðal annars að gera það sem
nú skal greina:
Þeir verða að geta lifað upp það ástand, sem var í
heiminum, þegar Kristur kom fram, svo þeir fái borið það
hlutlapst saman við það ástand, sem nú ríkir í hinum
kristnu löndum.
Þetta er að mörgu leyti nálega óframkvæmanlegt. Oss
gengur furðanlega erfitt að setja oss í spor samtíma-
manna og enn verr í spor einstakra manna á umliðnum öldum.
Og þó verst að lifa upp, ef svo mætti að orði kveða, æfa-
fornt þjóðfélagsástand. En það er alveg áreiðanlegur hlut-
ur, að svo miklu leyti sem þessi samanburður er mögu-
legur, þá verður hann ekki til vansæmdar kristninni.
Víst er nú engin þjóð til undir sólunni, sem kristin-
dómurinn hefir ekki haft einhver áhrif á. En þeir sem vilja
leita sannleikans um áhrif og ávexti kristninnar, geta reynt