Kirkjublað - 15.01.1934, Síða 8

Kirkjublað - 15.01.1934, Síða 8
20 KIRKJUBLAÐ ar að bera á móti þeim skuldum né sýna engan lit á að gjalda sonarskyldurnar. Og það frekar í dag en á morgun. Kafli úr Christ and Human Suffering Eftir E. Stanley Jones. Sr Björn Magnússon þýddi. Frh. Önnur kona, sem líka hafði liðagigt og var lami, sagði við prest sinn: »Eg vildi ekki taka á móti heilsu minni aftur í staðinn fyrir það undur samfélagsins við Krist, sem eg á núna. Það hefir verið þessarrar þjáningar virði«. Það ský hafði skírt sjón hennar. Hjón ein, trúboðar, misstu einkadóttur sína úr holds- veiki. »Þetta er árangur þjónustu okkar á Indlandi«, hefðu þau getað sagt í beiskju sorgar sinnar. En þau gerðu það ekki. Þau komu aftur til Indlands ákveðin í því að gera eitthvað fyrir holdsveikissjúklingana, sem þjást eins og dóttir þeirra þjáðist. Þau stofnuðu P«ra/í'a-holdsveikishæl- ið, sem hefir orðið eitt af stærstu og beztu holdsveikis- hælum í heiminum. Sú dóttir dó ekki árangurslaust, því að með dauða sínum opnaði hún heimili fyrir þúsundir þeirra, sem þjást eins og hún. Skýið, sem kom yfir það heimili í dauða barnsins, hreinsaði aðeins sjónir foreldranna og lét þau sjá mannlega þörf, sem þau hefðu ekki séð, hefði hún ekki snert þau sjálf. Vinur minn, ástúðlegur og skarpvitur Indverji, sagði mér, að hann hefði verið stoltur og ómannblendinn yfir- stéttarmaður, jafnvel eftir að hann var kristinn. Honum fannst hann vera betri en aðrir, sakir þess að hann var fæddur í þessa stétt. Hann lét sig engu skifta aðra — lét sig aðeins það nokkru skifta, að hann var fremri en aðrir. Þá vildi það til dag nokkurn, að troðfull almenningsbifreið valt um, og hann hentist ásamt fleirum niður fyrir bakka- Hann átti sameiginlegt skipbrot með hinum. Þegar hann

x

Kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.