Kirkjublað - 15.06.1934, Qupperneq 15

Kirkjublað - 15.06.1934, Qupperneq 15
KIRKJUBLAÐ 175 möguleika þjóðarinnar. Myndi ekki athafnalíf vort fyil- ast fjöri og- nýjum þrótt, ef öll viðleitni til fjölbreyttari bjargráða væri virt og studd? Myndi ekki djörfum braut- ryðjendum fjölga, ef slíkir menn mættu skilningi og ein- huga fylgd alls almennings? Myndi ekki líf þjóðarinnar gerbreytast á fárra ára bili, ef frelsi einstaklinganna til hverskonar þarfra athafna væri aukið frá því, sem nú er, og því væri treyst í orði og verki, að það frelsi yrði not- að vel. Tortryggni til manneðlisins óttast frelsið. Bölhyggj- unni verður starsýnt á eigingirni manna og litla um- hyggju fyrir annarra hag. Sú hugsun hefir litað skoðan- ir manna á málum þjóðfélaganna hinn síðasta mannsald- ur, að einstaklingarnir séu of eigingjarnir til þess að þeim sé treystandi til að vera frjálsir athafna sinna. En styður reynslan þá skoðun, ef með sanngirni er um dæmt? Eru ekki ótal dæmi um hið gagnstæða allt í kringum mann? Er nokkur sá til meðal þessarar þjóðar, sem lifir ekki á einn eða annan hátt af fúsum og frjáls- um vilja út fyrir sína eigin hagsmuni og fórnar einhverju öðrum til blessunar? Er ekki svo að segja hver maður reiðubúinn að láta öðrum hjálp í té, sé slíks þörf? Mér finnst þurfa að ganga lokuðum augum ‘alla daga, ef þetta á að geta dulizt manni. — Á þessari stund verður manni fyrst að minnast þess félags, sem heldur þessa samkomu og fórnar fé og kröftum mannkærleikamáli til eflingar.1) Og hvað er að gerast með íslenzku þjóðinni núna rétt þessa dagana? — Hvernig snúast menn við vandkvæðum fólksins á jarðskjálftasvæðinu? Hver hefði spáð því fyrir hálfum mánuði síðan, að ráðist yrði í það að byggja upp heilt sjóþorp og hálfa sveit fyrir frjálst samskotafé, eins og menn gera sér í alvöru vonir um að geta? Um allt land 1) Kvenfélag-ið Hringurinn styrkir veikluð börn til sumar- dvalar.

x

Kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.