Ljósvakinn - 01.10.1922, Qupperneq 1

Ljósvakinn - 01.10.1922, Qupperneq 1
I. ár. Reykjavík, okt. 1922. 1. tbl. Leyiidardúinur trúarinnar. Ungur maður kvartaði yfir því við vin sinn, að hvernig sem hann færi að og legði sig fram, þá gæti hann ekki fundið frið og hvíld í Guði. »Getur þú synt?« spurði vinur hans, sem var roskinn maður og ráðinn. »Já, en hví spyr þú mig um það?« »Veitti þér létt að læra það?« »Nei, það tók sinn tíma«. »Og hvers vegna tók það sinn tíma? Hvað var það eiginlega, sem þú varst lengst að læra?« Ungi maðurinn hugsaði sig um. Já, hvað var það? Pað voru ekki sundtök- in. Hvað var það þá? í fyrstu var eins og vatnið gæti alls ekki borið hann, þó að hann hefði sig allan við að fleyta sér. Hann hugsaði, að þótt aðrir gætu lært það, þá gæti hann þó aldrei það. þá kom hann loks auga á, að hann ætti að vera kyrlátur I vatninu, busla minna sjálfur en fela sig á annan hátt en áður burðarafli vatnsins. Og eftir því sem honum óx áræði til þess, og gerði minna að því sjálfur að halda sér uppi, því betur hélt vatnið honum uppi. Og endirinn varð sá, að hann gat verið alveg kyr með trausti til burðar- afls vatnsins og gat neytt kraftanna til að hafa sig áfram í því. Rá gat hann synt. »Svona er því einmitt varið um list- ina þá að trúa og leyndardóm trúar- innar«, sagði vinur hans. »þú getur ekki fundið hvild í Guði, af því að þú gerir of mikið sjálfur«. — »Vér göngum inn til hvíldarinnar, vér, sem trúum«. Að trúa, er að reiða sig á Guð og fela sig í fagnaðarerindinu og náð hans í Kristi Jesú. Hættu við alt þitt árangurlausa strit og vertu alveg kyr fyrir Drotni. Því meir sem þú gerir að því að frelsa þig sjálfur, því dýpra muntu sökkva. En ettir því sem þér vex hugur til að vera kyr og hvíla í náð Guðs, þá muntu

x

Ljósvakinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.