Ljósvakinn - 01.10.1922, Qupperneq 2

Ljósvakinn - 01.10.1922, Qupperneq 2
2 LJÓSVAKlNN þér til mestu undrunar finna, að þá heldur hún þér uppi og vaggar þér sem nýfæddu barni í náðarfaðmi. Friðurinn og hvíldin er náðargjöf Guðs í Kristi. »Eg gef þeim eilíft líf og þeir skulu engan veginn glatast og enginn skal slíta þá úr minni hendi«. Og þá fyrst getur þú farið að vinna, svo að það beri ávöxt, og taka framförum, hvíl- andi í Guði og borinn uppi af krafti hans«. Þessi líking hjálpaði hinum unga manni á réttan veg. Hver veil nema það geti líka hjálpað einhverri angraðri sál, sem erfiðar og er hlaðin þunga og getur ekki fundið frið, af því, að hún erfiðar ekki á réttan hátt og vinnur svo með því einmitt á móti hjálpræði sinu, frelsuninni, sem fæst gefins, óverðskuld- að af náð Guðs og aldrei með nokkr- um öðrum skilmála. I höndum meistarans. Fyrir mörgum áratugum voru all- margir menn saman komnir í söluþing- stað í Lundúnum; hafði verið auglýst, að selja ætti nokkra sjaldgæfa forna gripi. Uppbjóðandi kom með svarta og ónýta fiðlu, hélt henni á lofti fyrir við- stöddum og sagði: »Herrar minir og frúrl Ég hefi þá á- nægju að bjóða yður mjög sjaldgæft og gamalt hljóðfæri. Það er sannnefnd Kremona-fiðla, sem hann Antoníus Stra- divarus sjálfur hefir smíðað. Hún er á- kafa fágæt og gildir jafnvægi sitt í gulli, Hvað viljið þér gefa mér fyrir hana?« Allir viðstaddir virtu hana fyrir sér og löstuðu hana og efuðust um að upp- bjóðandi segði satt. Þeir sáu, að hún var ekki merkt nafni Slradivarusar, en uppbjóðandi sagði, að margar íiðlur hans væru ómerktar, en þar á móti væru sumar falsaðar, sem merktar væru nafninu. Hann hélt því fast fram, að fiðlan væri ófölsuð; en það kom fyrir ekki; kaupendur fundu að og efuðust eins og þeir eru alt af vanir að gera. Svo voru boðnar 5 gíneur eða 25 dalir og ekki meira, nppbjóðandi hrópaði svo hann svitnaði. »Það er hlægilegt til þess að hugsa að selja svona fágæta fiðlu fyrir svo lágt verð«, sagði hann. En það virtist ómögulegt að fá menn til að bjóða betur. En í þessum svifum gekk maður inn í sölustaðinn utan af götunni. Hann var miðaldra, óvenju hár á velli og grann- vaxinn, hrafnsvartur á hár og í flos- frakka. Hann gekk að söluborðinu og varð öllum starsýnt á göngulag hans; hann tók ekkert eftir þeim, sem í kring- uin hann voru, heldur gekk beint að fiðlunni og sökti sér óðara niður að skoða hana. Hann þurkaði varlega af henni rykið með vasaklút, stilli streng- ina að nýju, hélt þeim upp að eyra sér, rétt eins og hann væri að hlusta eftir einhverju. Hann setti hana svo í réltar stellingar og rétti út hendina eftir bog- anum. Þá heyrðist tautað um allan salinn: »Það er hann Paganinh. Það sást varla að boginn snerti strengina, en samt fóru að heyrast svo skærir og mjúkir tónar, að þeir ómuðu um allan salinn og fólkið stóð þarna, eins og heillað og er hann hélt áfram að spila, þá hlóu viðstaddir fyrst af gleði, en síð- an fóru þeir að tárfella af geðshræringu. Iíarlmenn tóku ofan, og urðu jaíngripnir af lotningu sem þeir hefðu verið í kirkju.

x

Ljósvakinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.