Ljósvakinn - 01.01.1923, Síða 3
' Ljósvaiíinn
27
fyrir sorgum, bíðum vér tjón, séum
vér einmana, þá eigum vér vin, sem
sýnir oss samúð og lítur með réttsýni
á kjör vor.
Þótt oss í fávisku vorri verði margt
á, yfirgefur frelsarinn oss þó ekki. Vér
þurfum aldrei að finna til einstæðings-
skapar. Englarnir eru leiðtogar vorir.
Talsmaðurinn, sem Kristur lofaði að
senda f sínu nafni er hjá oss. Á þeim
vegi, sem liggur til lífsins, eru engar
torfærur, sem sá, er felur Drottni vegu
sína ekki getur komist yfir; engin hælta^
sem hann ekki megnar að umflýja,
engin sorg, er hann ekki er fær um að
bera; engin mannlegur vanmáttur, sem
Drottinn ekki hefir séð honum fyrir
hjálp og styrk f.
Enginn þarf að láta bugast af ör-
væntingu. Óvinurinn getur komið til
þín og hvislað að þér: »það er engin
von með þig, þú getur ekki frelsast«.
En það er von fyrir þig i Kristi. Guð
ætlast ekki til, að vér sigrum í eigin
krafti; hann býður oss að koma til sín.
Hvað helzt sem þjáir oss andlega eða
líkamlega, svo er hann fús að bæta úr
því.
Hann, sem tók á sig mannlegt eðli,
skilur svo vel, og hefir svo rfka samúð
með manninum í hinum margvíslegu
þjáningum hans. Kristur þekkir ekki
einungis sérhverja sál, hið persónulega
eðli vort, þarfir vorar, sorgir vorar og
þrautir, heldur einnig allar beinar og
óbeinar orsakir þess, að vér erum svo
eða svo. Armleggur hans er útréttur og
hjarta hans opið fyrir hverri aðþrengdri
sálu. Þeim, er þjást mest, sýnir hann
Dákvæmasta umhyggju, mesta með-
aumkun og hluttekningu. Hann býður
°ss, að varpa allri vorri áhyggju, ótta,
sorgum og þrautum á hann.
Það er ekki hyggilegt að hugsa stöð-
ugt um sjálfan sig eða fara eftir sínum
eigin tilfinningum. Ef vér gerum það, á
óvinurinn svo hægt með að freista vor
og innprenta hjá oss ýmislegt, sem veik-
ir trú vora og gerir oss kjarklausa. Vér
megum ekki láta um of stjórnast af til-
finningum vorum, það orsakar efagirni
og óróleika. Vér verðum aö lyfta aug-
um vorum til Jesú, en ekki stara á
sjálfa oss.
Pegar freistingar ætla að yfirbuga þig,
þegar harmur og raunir þjaka sálu þina
og þér finst, að fokið sé i öll skjól, þá
littu þangað sem síðasti gleðigeisli þinn
var. Hvíl undir verndarvæng Krists, í
kærleika hans. Þegar syndin berst um
yfirráðin í hjarta þínu, þegar samvisk-
an ásakar þig, þegar vantrúin glepur
þér sýn, þá mundu, að náð Krists nægir
þér, hann megnar að sigra syndina og
reka sorgamyrkur sálar þinnar á flótta.
þegar vér komumst i samtélag við frels-
arann, þá höfum vér lent í öruggri frið-
arhöfn.
Ellen G. White
Y ísindin ófullnægjandi.
Pað er óneitanlegt að stjörnufræðin
getur leitt i ljós nokkuð af mikilleik
sköpunarverks Guðs, en hún fræðir oss
ekkert um kærleika hans og meðaumk-
un með syndurum. Hún getur fundið
gang vetrarbrautarinnar; en hún getur
ekki leitt deyjandi sálir á veg lífsins.
Hún getur sagt þér hve langt jörðin er
frá sólinni; en hún getur ekki frætt þig
um það, hversu langt Guð vill koma
syndum vorum burt frá oss. Hún getur
útreiknað gang halastjarnanna, en hún