Ljósvakinn - 01.01.1923, Blaðsíða 6
30
LJÓSVAKINN
með óseðjandi og harðúðugri eftirsókn
eftir jarðnesku valdi og dýrð? Hvernig
fór fyrir þeim sem gátu veitt sér alt,
sem holdið og augað girntist. Hvað
varð um allan þann munað og skraut,
sem þeir hlóðu utan á sig og kringum
sig?
Sannlega er það satt, að heimurinn
fyrirferst og fýsn hans«. Þess vegna er
sá hygginn, sem fylgir áminningu post-
ulans að elska eigi heiminn, né þá
hluti, sem í honum eru. Svo lengi sem
heimurinn er í hjarta voru, þá heyrum
vér honum til. Ef vér viljum eignast
eilift líf, þá verðum vér að losa oss í
tima út úr heiminum, segja skilið við
hann.
bÞví alt hold er sem gras og öll veg-
semd þess sem blóm á grasi; grasið
skrælnaði og blómið féll af, en orð
Drottins varir að eilífu«. 1. Pét. 1, 24,
sbr. sálm 102, 12; Jes. 40, 6—8; Jak.
1, 10, 11.
Stöðugleiki.
»En er sól kom upp, skrælnaði það,
og sökum þess að það hafði engar ræt-
ur visnaði það, (Malt. 13, 6). Hér er átt
við sálir sem að vissu leyti eru vakn-
aðar til umhugsunar um andleg efni,
sem um langt skeið vaka aðra stundina
en sofa hina, sem í ótta og angist með
augun að hálfu leyti opin og að hálfu
leyti aftur, líta upp og kringum sig,
mörgum sinnum á syndabeð sínum, en
falla bráðlega aftur í synd og andvara-
leysi, og við hverja þessa vakningu end-
urtaka þannig óstöðuglyndi sitt. Ó,
hversu nauðsynlegt það er fyrir slíkar
sálir að velja ákveðið og velja hið góða.
Linderot.
Trúr í litlu.
Það er til frásögn um barn eitt, sem
kom auga á gat á garði þeim, er varn-
ar hafinu að flæða inn yfir Holland,
og með þvi að stinga hendi sinni í gatið
og standa þar alla nóttina, þangað til
hjálp kom, gat komið i veg fyrir með
sinni litlu, hvitu hendi, að vatnsmagnið
streymdi þar inn. Það var að vísu ekki
nema örlítið rensli, sem barnið þurfti
að stöðva, en bunan mundi brátt hafa
stækkað, ef barnið hefði ekki gripið
þetta ráð, og um morguninn mundi
straumurinn hafa verið farinn að flóa
inn yfir landið og leggja undir sig akra,
hús og þorp. Milli hafsins og allrar
þessarar eyðileggingar, var að eins ein
barnshönd. Hefði barnið gefist upp, þá
hefði hafið flætt inn með miskunnar-
lausu ráni. Vér getum skilið hversu á-
ríðandi það var að drengurinn gætti
sín, þar sem hann var sá eini, sem Guð
hafði til að vernda Holland þessa nótt.
En veitst þú að ef til vill er einnig þitt
líf einhvern daginn það eina sem varn-
ar einhverri hræðilegri flóðbylgju sið-
ferðilegs ráns, að flæða inn yfir stóra
blómlega akra? Veitst þú, að hirðuleysi
þitt um hin minstu skylduverk í þinni
einföldu stöðu, getur ef til vill hleypt
inn þeim óhamingjusjó, sem skolar burt
von margra manna og gleöi, og sálum
manna. Hinn lítilfjörlegasti af oss má
ekki bregðast skyldu sinni. Pvi að vort
eina líf er það alls eina, sem Guð hefir
til að nota á þeim stað þar sem vér
stöndum í það og það sinnið.