Ljósvakinn - 01.01.1923, Qupperneq 7

Ljósvakinn - 01.01.1923, Qupperneq 7
LJÓSVAKINN 31 Eiríkur Sigurðsson, frá Syðri-Brú í Grímsnesi. Hinn 9. desember f. á., andaðist að beimili sínu, Álfheimum á Sólvöllum bér i Reykjavík, einn at vorum kæru trú- bræðrum, Eiríkur Sigurðsson frá Syðri- Hrú í Grímsnesi, bróðir þeirra Lofts Sigurðssonar trésmiðs hér í bænum, Halldórs Sigurðssonar bónda á Syðri- Brú og Ásdísar Sigurðardóttur í Ame- nku. Foreldrar þeirra eru þau hjónin Sigurður Halldórsson, sem nú er hjá syni sínum Halldóri á Syðri-Brú, 81 3rs að aldri, og Guöbjörg Loftsdóttir, sem dáin er fyrir nokkrum árum. Banamein Eiriks heitins var lungna- bólga. Hann var 43 ára gamall. Lætur hann eftir sig ekkju, Sigríði Runólfs- dóttur, ættaða frá Ásgarði í Vestur- Skaftafellssýslu, og eitt barn, stúlku 8 ára gamla er Unnur Hulda heitir. Eiríkur heitinn var sérlega dagfars- góður maður, samviskusamur, prúð- *nenni í allri framkomu og vandaður til orða og verka. Hann var mjög vel gefinn maður og laginn í öllum verk- sínum. Stórt skarð hefir höggist í bræðrahóp vorn við fráfall hans. En vér væntum samkvæmt fyrirheitum Urotlins að fá að sameinast honum uftur, ásamt öðrum sem í Drotni eru dánir, á þvi landi þar sem sjúkdómur °g dauði ekki finst. Þökk sé Guði fyrir þessa dýrðlegu von og blessuð sé minn- *ng hins látna. Hér fara á eftir kveðjuljóð til hins látna frá ekkju hans og dóttur svo og öokkur vers frá kunningja hans. Lag: Sem vorsól ljúf. Hve sárt var ástvin mætur minn, og megn er raunabikarinn, þig dauðinn frá mér færði. Mér sýnist gleðisólin myrk, og sorgin bugar veikan styrk, mitt hjarta harmur særði. Pú varst mér gleði og yndi æ, og ei fulllofað Guð ég fæ mér gaf svo góðan maka. Á bjartað sorgarrún er rist, í ræð ég nú hvað hef ég mist. er lít ég langt til baka. Minn lífsins herra himnum á, sem hefir styrk og kraft að Ijá sitt auglit aldrei dylur. Hann hefir líf og hel í mund, og hverja mannsins æfistund, vor höfuðhárin telur. Ég veit minn Guð alt gerir vel, hans gæskuríka föðurþel sér lýsir líka i hörmum. Hans orð er smyrsl á sorgarsár, það sviða eyðir, þerrar tár af veikum vina hvörmum. Þú vildir okkar vernda barn, að viltist ei á raunahjarn og veginn gerðir vísa til hans sem blessar börnin smá vors blíða Jesú himnum á, hans orð má okkur lýsa. Hún kveður föður kæra sinn. Hún kom svo oft i faðminn þinn og við þitt brjóst sig vermdi. Ég vildi Drottinn veitti mér sinn visdóm til að helga sér mitt barn að æfi-endi. Mér trúin veitir vissu þá að vegir mætast Drotni bjá

x

Ljósvakinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.