Ljósvakinn - 01.01.1923, Qupperneq 12
3(5
LJÓSVAKINN
töku frelsinu í Kristi, hafa snúið frá
syndum sínum, trúa á Jesúm Krist og
og framganga í hlýðni við hans boð.
Slíkir menn eru vissulega útvaldir. Guð
hefir heitið þeim eilifu lífi og hann mun
varðveita þá frá afvegaleiðslum Satans,
því að þeir trúa orði hans og hlýða því.
En allir aðrir munu lenda i snörum
Satans.
Með alls konar vélum ranglœlisins
Páll lýsir þessu á líkan hátt. þar sem
hann segir að koma Iírists verði »fyrir
tilverknað Satans, með alls konar krafli
og táknum og undrum lýginnar og með
alls konar vélum ranglætisins fyrir þá,
sem glalast, af því að þeir veittu ekki
viðtöku kærleikanum til sannleíkans«,
að þeir mættu verða hólpnir«, (2. Pess.
2, 9—12).
Allir sem glatast, munu glatast af því
að þeir veittu ekki viðtöku kærleikan-
um til sannleikans«. Þeir kjósa fremur
að fylgja sínum eigin lystisemdum en
sannleika Guðs. Guð gefur öllum frjáls-
ræði til að velja. Sjálfir getum vér valið.
Og þegar Satan starfar »með alls kon-
ar krafti og táknum og undrum lýginn-
ar« þá standast einungis þeir, sem hafa
algerlega snúið sér til Guðs. Pessi orð
sýna, að það eru erfiðir dagar sem vér
nálgumst.
Höfnun Ijóssins.
Ritningin segir að alvarlegur viðvör-
unarboðskapur skuli boðast fyrir heim-
inum rétt áður en Kristur komi. (Op.
14, 6—14.). Allur þorri manna mun
hafna ljósinu. En með því hafa þeir
skipað sér þar, sein Satan á hægt með
að afvegaleiða þá með táknum sinum
og undrum, á sama hátt og Gyðingarnir
leiddust afvega, er þeir krossfestu frels-
arann.
Hið sérstaka tákn, sem mun afvega-
leiða mennina, er þetta: »Og það gerir
tákn mikil, svo að það lætur jafnvel
eld falla af himni ofan á jörðina í aug-
sýn mannanna«. (Op. 13, 13.).
Regnslan á Karmel.
Petta mikla kraftaverk, að »1 áta eld
falla af himni ofan á jörðina«, er sama
kraftaverkið, sem Drottinn gerði fyrir
augum ísraels á dögum Elía.
Prestar Baals höfðu árangurslaust
hrópað á guði sína að biðja þá um að
senda eld af himni til að eyða fórninni.
En Drottinn gerði einmitt þetta krafta-
verk sjálfur. (Sjá 1, kon. 18, 17.—40.).
Á þeim tímum gátu þjónar Satans
ekki gert þetta kraftaverk. En Biblian
skýrir oss frá, að þeir muni geta það á
hinum síðuslu dögum. Og hvilik áhrif
mun ekki slíkt kraftaverk hafa á alla
þá sem hafa hafnað sannleikanum. Peir
munu verða algerlega blektir af Satan.
Ritningin kennir að Satan muni koma
frain sem »Ijóssins engill«. Og auðvilað
mun hann afvegaleiða fjöldann. En
Guðs útvöldu munu þekkja blekking-
arnar. Frh.
Hún gerði það sem hún gat.
Einu sinni kom kona nokkur lil
prestsins Cambell Morgan og spurði
hann, hvernig hún gæti tekið þátt í
starfinu fyrir Guðs ríki. Hann svaraði
henni:
»Eruð þér reiðubúin að gefa meist-
aranum brauðin fimm og fiskana tvo?«