Ljósvakinn - 01.01.1923, Síða 13
LJÓSVAKINN
»Eg hefi ekkert að gefa honum«, var
svarið,
»Getið þér sungið«, spurði presturinn.
»Já, það get eg, eg hefi líka einu
sinni sungið á kvöldskemtun«.
»Viljið þér gefa Frelsaranum söng-
rödd yðar — segjum í næstu viku, til
dæmis ?«
Hún svaraði játandi.
Næsta sunnudag á eftir bað hann
hana að syngja á samkomu einni. Eftir
samkomuna kom maður nokkur til
Campbell Morgan og leitaði ráða hans
í sáluhjálparmáli sínu. Hann sagði að
það hefði verið söngur hinnar ungu
stúlku, sem hefði hrært við hjarta sínu.
Þessi maður var í mörg ár samfleytt
einn af hinum duglegustu starfsmÖDn-
um fyrir Guðs ríki. Hvernig atvikaðist
það? Stúlkan gaf Meistaranum það sem
hún átti, og í hans hendi varð það til
blessunar.
Pað er erlitl:
að biðja afsökunar,
að byrja aftur,
að játa yfirsjón,
að vera óeigingjarn,
að horfa þegjandi á háðbros,
að vera nærgætinn, '
að þola mótlæti,
að reyna aftur og aftur,
að læra af glappaskoli,
að fyrirgefa og gleyma,
að hugsa fyrst og breyta svo,
að brjóta gamlan óvana,
að sýna þá réttu sparsemi,
að þola verðskuldaða aðfinslu,
að yfirbuga nöldursamt skaplyndi,
að halda virðingu í hárri stöðu,
að finna og fara eftir hinni gullvægu
37
reglu: »Alt sem þér viljið að aðrir
menn geri yður, það skuluð þér
og þeim gera«.
En það borgar sig ávalt.
Sjálfsuppeldi
Englendingur nokkur segir, að heslu
læknar heimsins séu, holl fæða, ró og
gott skaplyndi. Milli sálarinnar eða
andans, og líkamans er svo náið sam-
band, að heilbrigði líkamans hefir stór-
koslleg áhrif á sálarlífið. Það er afar
þýðingarmikið fyrir hugsana og tilfinn-
ingalíf vort, að halda líkamanum vel
hreinum og skifta nógu oft um klæðn-
að, að æfa vöðva vora, að anda að
sér hreinu lofli, eta og drekka í hófi
o. s. frv. Það, sem vér etum og drekk-
um, hefir annað hvort góð eða ill á-
hrif, ekki einungis á líkamann, Jieldur
lika á skaplyndið.
Ef þér líður eins vel, eða belur, þeg-
ar þú stendur upp frá borðum eins og
þegar þú settist niður, þá sýnir það að
þú hefir etið nóg, en ekki meira. Pað
er ágætt ráð, að hugfesta sér þessar
reglur.
Et ekki einungis til að eta. Hafðu
það altaí í huga við borðið, að mál-
tíðin hefir ætlunarverk, nefnilega að
veita likama þinum krafta og viðhald.
Hugsaðu um það starf, sem þú átt að
leysa af hendi að máltíðinni lokinni,
um, að skapið þarf að vera gott, liugs-
unin skýr og taugarnar þolnar.
Þegar þú starfar með heila eða vöðv-
um, eyðir þú heila eða vöðvakraftin-
um. Fæðan á að bæta upp þessa krafta.
Pað er fæðan, sem gerir þér mögulegt