Ljósvakinn - 01.01.1923, Page 14
38
LJÓSVAKINN
að taka til starfa á ný, hvoit heldur
er með sál eða líkama,
Etir þú yfir þig, munt þú í staöinn
fyrir stælta vöðva og skýran heila finna,
að þú ert lalur og þunglamalegur,
daufur og sljór.
Maður nokkur sagði, að enginn hest-
ur gæti lifað lengur en eina viku með
öðru eins ofáti og ætti sér stað meðal
mannanna. Þegar hófsemi í fæðunni er
svo áríðandi fyrir dýrin, hvað mundi
þá fyrir mennina! Það er að verða
mönnum æ ljósara og ljósara, hversu
andlegur og líkamlegur þróttur, heil-
brigði og hamingja er komin undir því,
hvað og hve mikið vér etum. Það er
því skynsamlegt fyrir oss, að byrja
sjálfsuppeldi vort með því, að temja
matarlystina, og þetta verður auðveld-
ast með því að hafa hugfast, að ætlun-
arverk fæðunnar er, að veita oss fjör,
þroska og þrautseigju í baráttu lífsins.
Látum oss eta til að lifa; og ef oss er
umhugað unr vellíðan vora og þá köll-
un er vér eigum að rækja, þá ætti ekki
að vera of mikið á oss lagt, þótt vér
neituðum oss um eitt eður annað af
þeim krásum, sem vér vitum með vissu
að skaða heílsu vora; það mundi jafn-
vel ekki geta talist mikið óhyggilegra
en að láta ofan í sig eitur.
Aö mörgum dögum liðnum.
(Framh.)
Undir nafninu: »Minnisverð nöfn«,
ritar hann á þessa leið:
»Dimmi dagurinn 19. maí 1780 er
svo nefndur af því, að myrkur var
mikið þann dag, sem tók yfir alt
»Nýja England«. Myrkvunin hófst um
kl. 10 f. m. og varaði alt til miðnælur,
en var eigi allstaðar jafn dimmur eða
jafn langvinnur. Hina sönnu orsök til
þessa myrkva veit enginn«.
»Þér heyrið, að liann segir, að enginn
hafi vitað orsakir þessa fyrirbrigðis nátt-
úrunnar. Sumir vilja láta það hafa ver-
ið sólmyrkva, en það er ekki satt. Eg
hefi hér fyrir mér orð um það. Dr. Sa-
muel Sfearns segir í árbók sinni 1780:
Tunglið var 150 stig frá sólu allan
þann dag«.
»En hefirðu nokkrar sagnir af því,
hvað í raun og veru gerðist á þessum
degi?« spurði frú Lawrence.
»Já, eg hefi nokkrar sagnir, sem þér
munuð hafa forvitni á að heyra. Frélta-
ritari blaðanna í Boston, Gazette og
Country Journal (29. maí 1780) skýrði
frá athugunum nokkurra mentamanna
í húsi prestsins Cutler og sagði.
»Um kl. 11 var myrkrið orðið svo,
að við veittum því athygli og fórum að
alliuga það. Og kl. IU/2 var orðið svo
dimt, að sjóngóðir menn gátu ekki les-
ið stórt prentletur í herbergi, þar sem
þrír gluggar voru og 24 rúður í hverj-
um glugga, er allir vissu til suðurs og
suðausturs. Um kl. 12 varpaði skugga
af kerti svo skýrum á vegg andspænis,
þó að allir gluggarnir væru opnir, að
skýrari hefði hann ekki orðið á nóttu,
og var tekin mynd af því.
KI. 1 hvarf síðasta dagsglæta, sem
varað hafði á austurloftinu til þessa,
dimman varð meiri en hún liafði verið
nokkrum tíma áður. Vér borðuðum
miðdegisverð um kl. 2 fyrir opnum
gluggum og tveimur kertum logandi á
borðinu. Þegar myrkrið var sem mest,
settust suinir alifuglar á stangir sfnar.
Hanar svöruðu hver öðrum galandi eins
og um miðja nótt væri. Náttfuglar
skríktu alveg eins og um hánótt. Frosk-