Ljósvakinn - 01.01.1924, Blaðsíða 1
Reykjavík, janúar 1924.
1. tbl.
Yon hoimsins.
Frá mannlegu sjónarmiði séð, er út-
litið í heiminum nú sem stendur, alt
annað en glæsilegt, en frá sjónarmiði
Heilagrar ritningar er núverandi ástand
tákn þess, að bjartari og betri tími sé
fyrir höndum. Guð hefir ekki yfirgefið
þessa jörðu; hönd hans stjórnar enn
þá rikjum mannanna. Mitt í allri hinni
mannlegu ringulreið, leiðir hann til
lykta sitt guðdómlega áform. Maðurinn
í skammsýni sinni reynir að gera sitt
besta, og á hinum ýmsu sviðum lífsins
reyna góðir menn og konur að stöðva
þann vonskunnar straum, sem æðir
ógnandi yfir heiminn; og þeir vinna
lika mikið gott og lofsvert með tilraun-
um sínum, En jatnvel það bezta og
ítrasta sem mennirnir geta gert, mun
samt ekki megna að afstýra hinni
hræðilegu hættu. Tilraunir þeirra geta
að eins hjálpað í svipinn, ef þær ann-
ars koma að nokkru verulegu gagni.
Það er einungis til ein von fyrir heim-
inn í dag, og hún er sú, að friðarhöfð-
inginn komi bráðlega aftur.
Fúsundir manna spyrja hvað fram-
tíðin muni bera í skauti sínu. Mun
ástandið í hinum komandi heimi verða
betra? Höfundur einn kemst þannig að
orði í tímaritinu »Cosmopolitan Maga-
zinecc
»Sé til betri heimur en þessi þá þrá-
um vér að fá fullvissu um það, og það
sem fyrst. Vér erum eins og farþegar á
stóru skipi, sem hefir orðið fyrir skoti
og er að sökkva undan fótum vorum.
Margt af því, sem vér reiddum oss á,
reynist nú svikult. Slíkt á sér stað á
öllum sviöum. Áður gátu þeir sem ekki
undu hag sínum í Ameríku tekið sig
upp og farið til Evrópu og þeir sem
ekki voru ánægðir í Evrópu gátu farið
til Ameríku, En nú er allstaðar órói og
angist. Menn leita að traustum grund-
velli en finna hann ekki; miljónir manna