Ljósvakinn - 01.01.1924, Side 4

Ljósvakinn - 01.01.1924, Side 4
4 LJÓSVAKINN Til þess að þetta bréf Guðs, boðorð- in tíu, skrifað á mannlegu máli, skyldi ekki verða misskilið, þóknaðist honum að bæta við útskýringum viðvíkjandi réttri notkun þess meðal mannanna. Þessar nánari útskýringar voru skrifað- ar niður af helgum mönnum, sem voru leiddir af Guðs anda til að tala og rita það, sem þeim hafði verið birt, og þannig er Biblían til orðin. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir náði þó Guðs fólk oft skamt i þvi að skilja hans góða vilja og tilgang eins og hann kom i ljós í ritum Biblíunnar. Það hefir aldrei verið Guðs vilji að hans orð væri lagt út eftir mannlegri meiningu eða áliti. Ráðsályktanir hans voru opinber- aðar spámönnunum og skráðar af þeim, en þrátt fyrir það er ekki mögulegt að þýða neinn af spádómum Ritningarinn- ar »af sjálfum sér« 2. Pét. 1, 20. Eu vér höfum kennara í þessu efni og sá hinn sami misskilur aldrei, heldur ger- þekkir hann og skilur bugsanir Guðs og tilgang; hann, sem Ritningin er gefin fyrir frá byrjun, skyldi og vera hennar þýðari; »þegar hann sannleiks- andinn kemur, mun hann leiða yður i allan sannleikann«, segir frelsari vor. Jóh. 16, 13. »Og það tölum vér líka ekki með orðum, sem mannlegur vísdóm- ur kennir, heldur sem andinn kennir, er vér útlistum andleg efni fyrir and- legum mönnum« 1. Kor. 2, 10—13. Pannig þýðir Biblían sig sjálf. Guðs orð útskýrir sig sjálft. En heimurinn varð samt staddur i myrkri sökum misskilnings á Guði og og hans vilja. Jafn vel þær útskýringar, sem Guð hafði gefið til að kasta ljósi yfir vilja sinn með mennina, höfðu ver- ið aflagaðar, já, meira að segja notaður til að dylja vilja hans. Þess vegna varð hann að gera enn meira og það gerði hann með því að senda son sinn sem mann til þessa heims, til þess að hann i lííi sínu og kenningu skyldi opinbera hann, eins og hann er í raun og veru. Lögmál Guðs var skrifað í hjarta hans. Hann lifði samkvæmt því í öllu, og sýndi til fulls vilja föðursins. »Eg hefi ekki talað af sjálfum mér«, segir hann, »heldur hefir faðirinn, sem sendi mig, sjálfur lagt fyrir mig, hvað eg skuli segja og hvað eg skuli tala; og eg veit að boðorð hans eru eilíft líf; það sem eg því tala, það tala eg eins og faðirinn hefir sagt mér«, Jóh. 12, 49—50. Enn fremur gaf hann forðum fyrir munn spámannsins þennan vitnisburð: »Að gera vilja þinn, Guð minn, er mér yndi, og lögmál þitt er hið innra í mér«. Sálm. 40, 9. Undir þennan vitnisburð hefir Guð ritað nafn sitt; því að það stendur: »Þvi að hann hefir faðirinn innsiglað, sjálfur Guð« Jóh. 6, 27. Guð lýsir þann- ig syni sínum fyrir mönnunum sem þeim, er hafi og opinberi hugsanir hans eigin hjarta, lýsir honum sem ímynd sinnar eigin veru, það er sama sem hann segði: Hér eru mín orð, rit- uð í holdi og blóði og á þetta bréfhefi eg sett mitt innsigli, til þess að þér skulið vita að eg er höfundur þess, í því eru mínar hugsanir og áform. Pess vegna gat Jesús sagt þegar hann var að ljúka við æfistarf sitt: »Eg hefi opin- berað nafn þitt þeim mönnum, sem þú gafst mér af heiminum« Jóh. 17, 6. Þetta sama bréf mun í hinum nýja sáttmála verða skrifað í huga og hjarta þeirra manna, sem ganga í þjónustu Guðs: »Þetta er sáttmálinn, er eg mun gera við þá eftir þá daga, segir Drott- inn. Lög mín vil eg gefa í hjörtu þeirra,

x

Ljósvakinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.