Ljósvakinn - 01.01.1924, Qupperneq 5

Ljósvakinn - 01.01.1924, Qupperneq 5
LJÓSVAKINN 5 og í hugskot þeirra vil eg þau rita«. — Hebr. 10, 16. Og postulinn staðfestir þetta er hann segir: »þér eruð augljósir orðnir, sem bréf Krists, sem vér höfum unnið að, ekki skrifað með bleki, heldur með anda lifanda Guðs, ekki á steinspjöld heldur á hjartaspjöld úr holdi« 2. Kor. 3, 3. Postulinn Jóhannes fékk í sýn að sjá ástandið á siðustu dögum. Hann sá þau strið og þær æsingar, sem mundu verða meðal mannanna, og að englar Guðs mundu halda í skefjum hinni siðustu byltingu, þangað til starfl fagn- aðarboðskaparins væri lokið, þangað til allir þeir, er vildu þjóna Guði, hefðu snúið sér til hans og andi Guðs hefði fengið lög hans innrituð i þeirra hjörtu og hugskot, lög, sem þeir eru innsiglaðir með, sem þjónar hans«. Opinb. 7, 1-3. Hinn mikli fjöldi, sem þannig er inn- siglaður, sést að lokum standandi frammi fyrir hásæti Guðs, þeir hafa unnið sig- ur í hinni miklu baráttu milli hins góða og illa. »Og eg sá«, segir hann, »og sjá: Lambið stóð á Zfonsfjalli og með því hundrað og fjörutíu og fjórar þúsundir sem höfðu nafn þess og nafn föður þess skrifað á ennum sér«. »Og í munni þeirra var enga lýgi að finna; þeir eru lýtalausir«. Opinb. 14, 1. 5. Vér höfum bréf Guðs skrifað í boð- orðum hans og öllu hans orði, vér höf- um það skráð i líf Jesú, vilt þú ekki láta hann rita það einnig í hjarta þitt og verða innsiglaður, sem hans eign um alla eilffð? B. L. P. „Elska skaltu náungan eins og sjálfan þig“. Ef vér hugsum mikið um óvingjarn- legar og ranglátar gerðir annara, þá munum vér komast að raun um, að það er ómögulegt að elska þá eins og Kristur hefir elskað oss. En ef vér höf- um hugann við hinn dásamlega kær- leika og meðaumkun Krists með oss, þá munum vér sýna öðrum sama hug- arfar. Vér eigum að elska og virða hver annan þrátt fyrir þá galla og ófull- komleika, sem vér getum ekki kom- ist hjá að sjá. Vér eigum að útrýma öllu sjálfsréttlæti og glæða hjá oss auðmýkt, þolgæði og umburðarlyndi gagnvart göllum annara. Petta mun uppræta alla þröngsýna sjálfselsku og vekja hjá oss kristilegt hugarfar og göfuglyndi. Að mörgum dögum Iiðnum. Vegfarlnn fandinn. Einhver hóf upp rödd sína til bænar og bað: »Kæri Jesús! Hjálpaðu mömmu til að finna þær báðar sem fyrst. Við vitum ekki, hvert þær hafa farið eða hvert þær fóru; en þú veitst það alt. Leitaðu því að þeim og annastu um, að þeim verði ekkert að meini, leiddu þær sem fyrst til baka og blessa þú Ödu litlu«. Pað var Zarita, sem var að biðja; hún lá að vanda rúmföst, og því nær á hverri stundu hafði hún beðið svona nokkra daga í einlægri trú, Pyngjutjónið fanst því Lawrence mundi fara með sig. Vikukaupið og lífeyririnn — alt var farið — allur afli hennar fór svona á einu augabragði.

x

Ljósvakinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.