Ljósvakinn - 01.01.1924, Page 8
8
LJÓSVAKINN
meiri í Yokohama en í Tokio. í síöarnefndri
borg sýna skýrslur lögreglunnar, að 316,000
hús hafa algerlega eyöilagst og 1,357,700
manns oröiö heimilislausir. 1 Yokohama
standa aftur á móti aö eins 2 hús og þau
eru brunnin að innan, — svona var eyöi-
leggingin alger. Hingað til hafa verið brend
í Tokio 85,000 lík, en það er fjöldi eftir enn-
þá í rústunum. Sumir staðir, þar sem hið
heimilisleusa fólk leitaði sér hælis hafa orð-
ið sannkallaðar gildrur, t. d. má benda á
hernaðarstöðina í Tokio, þar sem 35,000
manns er höfðu flúið þangað I jarðskjálft-
anum, brunnu inni. Pað er ekki eins auð-
velt að skrifa greinilega lýsingu af þessum
hræðilegu viðburðum eins og hugsa sér þá.
Frá Yokohama eru engar nánari fregnir
komnar um mannhrunið. Prjár baðstöðvar
við ströndina, þar sem margt manna var
saman komið skoluðust burtu með ógur-
legri flóðöldu, og hurfu með öllu. Hatnar-
bryggjurnar eru sokknar og jarðgöng og
brýr hafa fallið saman. Pað er næstum
óvinnandi verk fyrir yfirvöldin að bæta úr
vandræðum allra þeirra sem orðið hafa
heimilislausir og vanta daglegt viðurværi.
Gjafir berast að vísu að frá öllum löndum
og hjálpar það ástandinu mikið. Fyrstverð-
ur að hjálpa þeim sem líða nauð, áður en
farið er að gera nokkuð til að bæta úr
tjóni á húsum eða öðrum efnislegum eign-
um. — I sambandi við þetta gæti verið rétt
að athuga hvað einn amerízkur rithöfundur
hefir bent á: að á hinum síðustu árum (eða
síðan 1914) hafi geysað hið stórfeldasta stríð
sem heimurinn þekkir til, hin mesta drep-
sótt sem átt hefir sér stað (spanska pestin)
hin mesta hungursneyð sem nokkru sinni
hefir borið að höndum (í Rússlandi og víð-
ar) og nú síðast hinn mesti jarðskjálfti sem
sögur fara af. Petta eru tákn tímanna, er
koma heim við spádóma Biblíunnar um þær
hörmungar sem boða endirinn og um að
»menn munu gefa upp öndina af ótta og
kvíða fyrir því, er koma mun yfir heims-
bygðina.« Tíminn, sem vér lifum á er vitj-
unartími; mættum vér læra að þekkja hann
og búa oss undir það sem í vændum er,
endurkomu frelsarans, samkvæmt orðum
spádómanna. _________________
Sól og tungl mun sortna hljóta,
sérhver blikna stjarna skær,
öldur hafs í æði þjóta,
angist ríkja fjær og nær,
alls kyns neyð og eymdir rísa;
enginn þeirri býsn kann lýsa.
Svo fer dagur dóms í hönd,
dynur skelflng yfir lönd.
Lítið upp, sem lútið niður,
litið upp er slíkt að ber;
skelfi neyð þá engin yður,
yðar lausn því nálæg er.
Horfið upp frá höfum nauða,
horfið upp frá gröfum dauöa,
horfið upp frá harmi’ og sorg,
horfið upp í lifsins borg.
LJÓSVAKINN
færir hinum mörgu kaupendum sinum,
kærar þakkir fyrir skilvísa greiðslu á blað-
gjaldinu siðastliðið ár, og óskar að njóta
sömu velvildar þeirra á þessu nýbyrjaða
ári. Blaðið vill og þakka fyrir kærkomin
og vingjarnleg bréf frá ýmsum af kaupend-
um sínum, og gleðst blaðið yfir því, að
heyra að það hefir verið kærkominn gestur
á heimili lesenda sinna, og getað fært þeim
hjálp og uppörfua í baráttu lífsins. Petta er
það sem blaöið vill og mun leggja alt kapp
á framvegis. Pað er þess innilegasta ósk að
geta kastað Ijósgeislum út í hið andlega
myrkur, sem nú er i heiminum og hjálpað
mönnum til að festa sjónar á sólu réttlæt-
isins, Jesú Kristi. — Að svo mæltu óskar
blaöiö öllum lesendur sínum góðs og far-
sæls nýárs og þakkar þeim fyrir hið liðna ár.
L JÓS VAKINN,
málgagn S. D. Aðventisla, kemur út
einu sinni í mánuði. — Kostar kr. 2,75
árgangurinn. — Gjalddagi 15. jan. og
fyrirfram. — Útg.: Trúboðsstarf S. D.
Aðventista. — Ritstjóri: O. J. Olsen.
Sími 899. Pósth. 262. — Afgreiðslum.:
J. G. Jónsson, Ingólfsstr. 21 B.
Prentsmiðjan Gutenberg.