Ljósvakinn - 01.03.1924, Side 1

Ljósvakinn - 01.03.1924, Side 1
„Kom þú og sjá‘\ (Niðurl.). Og ef vér aðeins viljum koma og sjá, þá munum vér líka skilja, að það er af kærleika til vor, að Guð býður oss að gera þetta og bannar oss að gera hitt; hann veit að þetta er oss fyrir bestu, bæði tímanlega og andlega. »Æ, að þú vildir gefa gaum að boðorðum tninum, þá mundi heill þín verða sem fljót og réttlæti þitt sem bylgjur sjávar- ins«. Es. 48, 18. Þannig segir Drottinn við oss. Ef vér hættum að láta oss nægja það, sem þessi eða hinn kann að segja oss, hættum að láta oss nægja mannasetn- ingar og mannaboðorö, en í þess stað komum sjálfir og sjáum; ef vér eins og María, veljum »góða hlutskiftið«, og setjumst við fætur frelsarans, þá inun hann Ijúka upp augum vorum fyrir þvi rélta og ranga, fyrir þvi heilaga og van- heilaga, þá mun hann kenna oss hið eina eftir annað og leiða oss eins og lítil börn fet fyrir fet, veginn sem ligg- ur heim til hans. Ef vér lærum að hafa umgengni vora á himnum, ef vér höfum skygnst inn í hið heilaga og óforgengilega, þá mun oss ekki framar langa eftir glaumi heims- ins og fánýtum skemtunum, því vér vitum, að »heimurinn fyrirferst og fýsn- ir hans«. Ef vér, eins og Páll postuli kemst að orði, erum »orðnir samþegnar hinna heilögu og heimamenn Guðs«, og lífið í Guði vor persónulega eign, þá mun- um vér aldrei framar þurfa að spyrja hvorl slikt líf sé dauft og gleðisnautt. Ef vér höfum lært að fela Drottni allar vorar óskir og vonir, öll vor áform og fyrirtæki, þá munum vér sjá, að hann »bænheyrir oss á hagkvæmri tíð, og hjálpar oss á hjálpræðis degi«. Pá munum vér sjá, að hann, sem hefir á hendi stjórn alheimsins, hefir þó tima til að skifta sér af högum ein-

x

Ljósvakinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.