Ljósvakinn - 01.03.1924, Blaðsíða 2
18
Ljósvakinn
staklingsins, tíma til að taka fram fyrir
hendur vorar, þegar vér ætlum að gera
eitt eður annað, sem yrði oss til ógæfu,
tima til að bíða eftir betrun vorri, með-
an nokkur von er með oss, því hann
vill að allir verði hólpnir og komist til
þekkíngar á sannleikanum.
Það er gott og gagnlegt, það er skemti-
legt og uppörfandi, að minsta kosti fyr-
ir hvern sannkristinn mann, að heyra
aðra lýsa reynslu sinni í trúarefnum,
heyra aðra tala um gæsku Guðs við sig,
heyra þá tala um gleðina í Guði, o. s.
frv. — en hvað er það móti því að
hafa sjálfur reynt — að hafa sjálfur
komið og séð — að hafa sjálfur smakk-
að, hvað Guð er góður, fengið fyrir-
gefningu hans, notið fræðslu hans, um-
hyggju og kærleika, já, hlotið eilífðar-
vonina við tilkomu hans. þegar vér höf-
um náð því, þá er það, að vér höfum
öðlast þann frið, þann fögnuð, sem
enginn mun geta frá oss tekið, en þá
er það líka, að kærleikur Krists knýr
oss, svo vér hljótum að segja við
meðbræður vora eins og Filipus sagði
við Natanael: »Kom þú og sjá!«
E. G.
Mánaðartími
skoðaður í ljósi spádómanna.
»Og á jörðinni mun verða angist
meðal þjóðanna í ráðaleysi við dunur
hafs og brimgný ; og menn munu gefa
upp öndina af ótta og kvíða fyrir því,
er koma mun yfir heimsbygðinao. Lúk.
21, 25-26.
»Flakandi i sárum, hrakin og hrjáð
af ógurlegustu eríiðleikum, reynir Ev-
rópa í örvæntingu sinni að öðlast aftur
friðinn og bjarga menningu sinni«.
Hin fyrri þessara tilvitnana er tekin
úr ræðu er frelsarinn hélt yfir læri-
sveinum sínum árið 31 eftir Kr. Hin
siðari er meðal þeirra óteljandi blaða-
greina, er ljóslega vitna um, angist og
ráðaleysi meðal þjóðanna. Jörðin er
orðin sjónarsvið hræðilegra atburða,
stórslysa á sjó og landi. Mennirnir horfa
orðlausir á eyðileggingu, dauða, vaxandi
giæpi, grimdarverk og illa hegðun manna
á meðal. Vísindamenn erfiða nótt og
dag; með öllum sínum líkams og sál-
arkröftum vinna þeir að þvi að finna
upp og endurbæta hræðilegar morðvél-
ar meðan aðrir standa hjá og horfa á
»í angist og ráðaleysk yfir því, er ske
mun á þeim degi, er farið verður að
nota þær.
Á öllum sviðum sér hinn trúaði les-
ari uppfyllingu hinna margvislegu spá-
dóma ritningarinnar, er segja fyrir á-
sland hinna siðustu daga jarðarinnar.
Hér fer á eftir listi yfir slys á að eins
tveim sviðum. Og tökum eftir, þetta
hefir ekki skeð með árs, mánaðar eða
viku millibili. Petta eru daglegar fregn-
ir blaðanna um slys á tveim sviðum i
einn mánuð árið 1923.
Slys á ferðalögum.
23. júlí 1923. Stórkostlegt bifreiða-
slys í Gautaborg i Svíþjóð. Járnbraut-
arlest rekst á bifreið. Af 35 manns, sem
í henni voru, biðu 9 bana, að eins 4
sluppu heilir á húfi.
30. júli. Mesta járnbrautarslys er sög-
ur fara af.
Við Plevna í Búlgariu ók hraðlest á
aðra Jest. Um 200 manns biðu bana og
milli 200 og 300 særðust.
2. ágúst. Stór bifreið með 50 börn,