Ljósvakinn - 01.03.1924, Blaðsíða 3
LJÓSVAKINN
19
er voru aö fara skemtiferð út i skóg,
varð fyrir slysi nálægt Harleden í Eng-
landi, 32 börn mistu lífið strax, 10 dóu
síðar.
13. ágúst. Járnbrautarslys í Colorado.
9 manns biðu bana.
14. ágúst. Stór lystibifreið steyptist í
gær niður brekkuna i Saint Sauweur
í Frakklandi. 23 manns biðu bana. —
Þeir, er fórust voru hollenskir, píla-
grimar, er voru á leið til Loaurdes.
18. ágúst. í gær hvolfdi hvirfilvindur
báti á Wuchelfljótinu. Af 37 manns
björguðust að eins 3 börn.
26. ágúst. Nálægt Roskaja varð járn-
brautarslys. 21 manns biðu bana, marg-
ir særðust.
28. ágúst. Warschau-hraðlestin ekur
út í fljót. Hér um bil 100 farþegar
drukna, milli 200 og 300 særðust.
Þetta er í sannleika hræðilegur listi.
Þrjú mestu járnbrautarslys er sögur
fara af hafa orðið á einum einasta
mánuði. Járnbrautarslys verða æ tíðari
og tiðari. Árekstur, ógnanir og dauði
án augnabliksfyrirvara skeður á hinum
risavöxnu samgöngutækjum og er »tákn
tímanna«.
Sjávarslys.
»Og á jörðinni mun verða angist
meðal þjóðanna i ráðaleysi við dunur
hafs og brimgný«. Það, sem hér fer á
eftir, sýnir einnig mjög vel hverfulleik
Hfsins og uppfyilingu spádóma Jesú.
15. ágúst 1923. Geysislór flóðbylgja
hefir skolað burt húsum svo hundruð-
um skiftir á norðvesturströnd Kóreu.
Fregnin segir að yfir 100 manns hafi
farist.
18. ágúst. Slys hefir orðið á mörgum
skipum á höfninni i Hong-kong. Margt
manna hehr druknað.
20. ágúst. í fylkinu Molaba i Ind-
landi hefir hlaupið slíkur geysivöxtur í
árnar Batioptan og Palayangii að þær
hafa flætt yfir bakka sina svo að vatn-
ið hefir orðið 20 feta djúpt. Yfir 400
hús og nokkur þorp hafa eyðilagst. —
Rúmlega 200 fjölskyldur eru húsviltar
og tala þeirra er farist hafa, skiftir
mörgum þúsundum.
Frá Kalkutta er simritað til blaðsins
»Times«: Stórfljótið Birma hefir flætt
yfir bakka sína í ákafri rigningu. Yfir
12000 manns eru húsviltír og verða að
leita ásjár stjórnarinnar. Peir er farist
hafa eru mjög margir. Þetta er mesta
vatnsflóð er kornið hefir síðan 1892.
Aðfaranótt hins 31. ágúst. Fellibylur
og flóðalda hefir geysað á vesturströnd
Danmerkur, alla leið frá Höjer til Varde.
200 tunna land er hulið vatni. Milli
200 og 300 skepnur bafa druknað og
15—20 manns. Dagblöðin telja þetta
mesla fellibyl er komið hefir I mörg
hundruð ár.
í guðsorði stendur, að þegar menn-
irnir heyra boðskapinu um endurkomu
Kiists, boðaðan í sambandi við upp-
fyllingu spádómanna, muni þeir segja:
»Alt stendur við sama eins og frá upp-
hafi veraldar«. 2. Pét. 3, 4. En hvaða
heimildir hafa menn fyrir sliku? Hröð-
um skrefum vex alt það er bendir á,
að vitjunartimi Guðs sé í nánd. Jesús
vill að vér skulum vita hið sanna. —
»Þannig skuluð þér og vita, að þegar
þér sjáið þetta fram koma, er guðsriki
í nánd«. Lúk. 21, 31.
Guðsriki kemur! Hversu dýrðlegur
boðskapurl — Þetta er fagnaðarerindi
Jesú til handa sjúkri og farlama ver-
öld er riðar á grundvelli sinum.
»En gætið sjálfra yðar, að hjörtu yð-
ar ofþyngist ekki við svall og drykkju-