Ljósvakinn - 01.01.1925, Blaðsíða 2

Ljósvakinn - 01.01.1925, Blaðsíða 2
2 LJÓSVAKINN lögmál Hfsins bæði á himni og jörðu, það mun sjást, að sú elska, sem ekki leitar síns eigin, hefir upplök sín í hjarta Guðs; í hinu auðmjúka og hógværa lunderni Jesú, sjest eðli hans, sem eng- inn maður hefir sjeð nje getur sjeð. í upphafi opinberaðist Guð í sköp- unarverkinu, það var Kristur, sem þandi út himininn og lagði grundvöll jarðar- innar. f*að var hann, sem afmældi braut- ir hnattanna og setti þá á hreyfingu, það var hann, sem myudaði blóm vall- arins, »hann festi fjöllin með krafti sin- um« »hann setli hafinu takmörk«. Það var hann, sem fylti jörðina með yndis- leik og loftið með söng. Á öllu því, sem skapað er bæði á jörðunni og himin- hvelfingunni er skráður boðskapurinn um kærleika föðursins. Syndin hefir að visu afmyndað hin fullkomnu handaverk Guðs, þó hefir þessi áletrun alt af verið sýnileg. Jafn- vel nú kunngjörir alt hið skapaða mik- illeik máttar hans. Ekkert annað en hið eigingjarna mannsbjarta lifir fyrir sjálft sig. t*að er enginn fugl, sem klýfur loft- ið, ekkert dýr, sem hrærist á jörðinni, sem ekki þjónar öðrum. Ekkert blað skógarins, ekkert grasstrá er svo lítil- fjöilegt að það hafi ekki sitt ætlunar- verk. Frá sjerhverju trje, sjerhverjum runni, sjerhverju blaði streymir lífsafl, sem hvorki menn nje skepnur geta án verið, mennirnir og skepnurnar eru svo aftur á móti til að viðhalda lífi allra jurta. Blómin anda ilmi og ljóma af fegurð til blessunar fyrir heiminn. Sólin sendir geisla sína til hnalta svo þús- undum skiftir. Útsærinn, sem öll vötn jarðarinnar hafa upptök sín í, tekur á móti straumum frá öllum löndum, ein- ungis til þess að gefa, valnið, sem guf- ar upp úr skauti þess, fellur sem regn niður á jörðina svo hún geti borið ávöxt. Englarnir gleðjast yfir því að auð- sýna kærleika sinn og óþreytandi ár- vekni gagnvart föllnum og vanheilögum mönnum. Himneskar verur leitast við að ávinna hjörtu mannanna. Þeir flytja birtu frá hinum himnesku bústöðum niður til þessarar dimmu jarðar, með kærleiksríkri umhyggjusemi og óþreyt- andi þolinmæði þjóna þeir mönnunum — laða og draga mannsandann til þess að koma hinu glataða í samfjelag við við Krist, samfjelag sem er enn inni- legra en það samfjelag, sem er milli Krists og englanna. En snúum oss frá öllu öðru, svo sjá- um vjer Guð í Kristi. Virðum vjer Jesú fyrir oss, sjáum vjer að það er dýrð Guðs að gefa. »Ekki megna jeg að gjöra neitt af sjálfum mjer«, sagði Kristur. »Hinn lifandi faðir liefir sent mig og jeg lifi fyrir föðurinn«. »Jeg vegsama ekki sjálfan mig, heldur vegsama jeg þann, sem sendi mig«. í þessum orð- um kemur í ljós hin háleita meginregla, sem er lögmál lífsins fyrir alheiminn. Kristur meðtók alt af föðurnum, en hann meðtók til þess að gefa. F*annig streym- ir líf föðursins gegnum hinn elskaða son til allra vera; og í gegnum soninn streymir það aftur til föðursins, sem alt líf hefir upptök sín í — streymir í lof- gjörðar, gleði og kærleiksstraumum frá því, sem hann hefir skapað. Gjafmildin sem þannig er á stöðugri hringrás gegnum Krist, sem opinberar eðli hins mikla gjafara, er lögmál lífsins. E. G. W.

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.