Ljósvakinn - 01.01.1925, Blaðsíða 3

Ljósvakinn - 01.01.1925, Blaðsíða 3
LJÓSVAKINN 3 Hann er kominn. Hver? — Jesús? Já, hann er kominn, hann er farinn burt og mun bráðlega koma aftur. Verki hans hjer á jörðunni er lokið og nú er hann að búa oss slað á hæðum, síðan kemur hann aftur til þess að taka oss til sín, svo vjer getum verið þar, sem hann er. En staðgöngumaður hans, Heilagur andi, hinn »annar talsmaður« er kom- inn lil þess að skipa sæti hans og vinna verk hans þangað lil hann kemur aftur. Hvað eigum vjer svo að gjöra viö hann? Vjer eigum að veita honum viðtöku, ekkert annað. Hann er sá himneski gestur; rým til fyrir honum, bjóð hann velkominn, vísa honum til sætis, sýn honum heiður, og gjör hann kunnan fyrir öðrum. Hann er kominn — »kominn til eignar sinnar, og hans eigin menn tóku ekki við honum«. Enginn getur komið í hans stað. Þú verður að leyfa honum að gjöra alt sjálfum. Kalla aðeins á hann, þar með endar þitt verk, og hans byrjar og heldur áfram. Hann kemur persónu- lega. Hann lifir sínu eigin lífi í þjer. Petta er hin brýnasta nauðsyn. Hjarta þitt á að vera heimili hans, hásæti hans, hans varanlegi samastaður. Ef þú kallar á hann inn, þá verður þú að lála hann hafa nóg rúm. Vilji þinn — alt hugsunarafl þitt og viska verður ekki einungis að vera sam- kvæm honum, heldur einnig að leggjast algjörlega í hans hendur, þú verður að fela honum alt þitt. Hann er kominn, og ef hann kemur inn, verður hann að koma eins og herra, annars vill hann ekki vera hjá þjer. Hann vill ekki eiga hjarta þitt í fjelagi við neinn annan, hann kemur inn eins og fræðari og vegvísari til þess að »fræða yður um alt«. Ef þú ætlar að veita honum viðtöku, svo verð- ur þú að láta sjálfan þig af hendi skilyrðislaust. Hanti hefir rjettmætan kröfurjett, og hann verður að viðurkenn- ast. Hann verður að viðtakast í trú, því að á annan háll gelur það ekki skeð; eins og þú hefir tekið á móli honum, svo verður þú að lifa í honum. »Hinn rjettláti mun lifa fyrir trúna«. Hann kemur inn — þú verður eign hans. Er þetta alt og sumt? — Nei, ónei, það er aðeins byrjunin. Hann á heima hjá þjer. Hann hreinsar þig, hann frelsar þig. Hvað svo — Hann kennir þjer alt. Alt í einu? — Nei, nei. Líf þitt er í hans liendi og tekur jöfnum framíörum, stöð- ugum sívaxandi framförum, þar til full- komnuninni er náð, það er að segja, ef þú leyfir honum að vinna þelta verk. Mun þetta verk ætíð verða sjálfum þjer geðfell? — Það inun ætíð verða gagnlegt og miða þér lil heilla. Hann gerir ekkert glappaskot, alt það sem hann gjörir verður þjer til góðs. En verður slíkt líf sem þelta, ekki gleðisnautt líf fult af þjáningum? — því fer fjarri. Allri bar- áttu þinni, sem háð hefir verið í vonleysi, mun vera lokið, en í stað þess mun ævarandi rósemi, friður og gleði streyma yfir líf þilt. Pað sem áður var vant að þjá þig, mun nú framleiða unaðslegt bros á vörum þinum, þú munt öðlast fullkominn frið. En sjáðu, hversu mikið er það ekki sem jeg þarf að láta af hendil hversu margt, sem jeg verð að segja skilið við! Já, en hvers virði er það alt saman — þitt eigið jeg! Já, þú hefir skifti á þjer sjálfum og honuin sjálfum; þú færð hans vilja og hann tekur þinn, fyrir synd þína færð þú heilagleika hans, þú verður alls ekki sama persóna og þú

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.