Ljósvakinn - 01.01.1925, Blaðsíða 7
LJÓSVAKINN
7
ig Guð hefir skorist í leik og hjálpað«. Hinn
ókunni maður virtist eins og gleypa við
þessum orðum. en sagði þó ekkert. Eim-
lestarstjórinn kom inn í klefann og heilsaði
samferðamanni Spurgeons með mikilli lotn-
ingu, en hann sagði að eins. »A1I riglit Wil-
liam«, síðan kvaddi eimlestarstjórinn og
hjelt inn í næsta klefa. sþað er þó undar-
legt að hann skyldi ekki biðja um að fá
minn farseðik, sagði Spurgeon. »Nei, herra
Spurgeon«, sagði hinn ókunni raaður, sem
nú í fyrsta sinni ávarpaði hann með nafni.
»Það er að eins ný sönnun þess, sem þjer
sögðuð mjer áöan, að forsjón Guðs hefði
vakandi auga á yður einnig í smámunum.
»Jeg er yfirmaður járnbrautarlínunnar hjer,
og það er efalaust ráðstöfun Guðs, að jeg
skyldi vera samferðamaður yðar, þar eð jeg
gat hjálpað yður«.
,,í heiiiiinuin, en clilii af heinn-
inum“. Ósjálfrátt fór jeg að hugsa um
þessi orð Jesú, þegarjeglas eftirfarandi orð,
sem tekin eru úr prjedikun, sem Japani einn
hjelt: (Japanar nota mjög táknmyndir og
likingar í opinberum ræðum) »í gærvarjeg
á ökuferð og sat og horfði út um vagnglugg-
ann. Við ókum fram með fljótsbakkanum.
Úti á vatninu voru tveir fuglar. Annar þeirra
stakk sjer stöðugt niður í vatnið eftir fæðu,
meðan hinn synti hægt og rólega á vatninu.
Iiafarinn fór oft langl niður í vatnið og var
niðri um stund; en alt af kom hann aftur
upp aftur með hreina og þurra vængi og
fiður. í sínum óendanlega visdómi hafði
skaparinn gert hann þannig úr garði, að olía
var á fiðri hans og varnaði hún því að vatn-
ið gengi inn í það og því kom hann alt af
eins hreinn og þurr upp og liann fór niður.
Vjer kristnir menn lifum í vondum og spilt-
um heimi, og vjer getum ekki komist hjá
þvi, að hafa ýmislegt saman við hann að
sælda. En þegar vjer erum smurðir með
hinni himnesku náðaroliu, getum vjer
farið hvert sem skyldan kallar oss. Fyrir
þessa guðdómlegu verju, eigum vjer að geta
komið út úr skarninu og forinni eins hrein-
ir og lýtalausir og vjer vorum áður en vjer
gengum þar i.
Skóhilíeniiiiri einn sagði nemcndum
sinam dæmisöguna um ríka manninn og
Lasarus. Að því loknu sagói hann: »Jæja,
börn, hvort kjósið þið svo heldur að vera,
ríki inaðurinn eða Lasarus?« Dálítill dreng-
ur svaraði: »Jeg vildi helst vera ríki mað-
urinn, meðan jeg lifi, og Lasarus þegar jeg
er dáinn«. — Pannig lifa og breyta mjög
margir, þeir vilja njóta syndsamlegs mun-
aðar — ganga eftir lioldinu en ekki eftir and-
anum hjer og vonast þá eftir því að þeir
inngangi i himininn. En allir slíkir verða
fyrir vonbrigðum; hinn gamli maður verður
að afmást í þessu lifi. Kristur verður að
taka sjer bústað í sálinni og endurnýja huga
vorn og breytni. Hold og blóð getur ekki
ei ft Guðs ríki.
o(X heilbrigði. Hin-
ar hagfræðislegu skýrslur lífsábyrgðarfjelag-
anna, hafa leitt það mjög greinilega í ljós,
að heilsan stendur í nánu sambandi við
þyngd líkamans. Menn hafa yfirleitt verið
gjarnir á að ætla, að það væri mikill hagur
að þvi, að hafa hlutfallslega háa likamsvigt,
en aftur á móti óhagur, að hafa hana lága.
Petta er líka alveg rjett, en að eins þegar
urn er að ræða mjög ungt fólk. Eftir þrítugs
aldur, er full vissa fyrir þvi, að það er hag-
ur fyrir hvern mann að vera fremur magur.
Hjer er ekki ált við megurð. er stafar af
einum eða öðrum sjúkdómi.
Pað hefir sýnt sig, að þeir, sem komnir
eru yiir þrítugt og eru hlutfallslega of ljett-
ir, hafa miklu mciri skilyrði fyrir löngu lifi,
en hinir, sem eru of þungir, og gætir þessa
því meir þv' eldri sem maðurinn verður.
Fimtugur maður, sem hefir talsvert minna
en eðlilega þyngd, sje hann annars ekki
haldinn af neinum sjerstökum sjúkdómi, eða
um of slitinn af erfiði, virðist vera með
fylsta lífsþrótti og hafa öll skilyrði til að
geta lifað lengi.
Sá maður, aftur á móti sem á sama aldri,
hefir talsvert meira en eðlilega þyngd, hefir
við rannsóknir virðst standa dauðanum
miklu nær.
Til þess að halda líkamanum upprjettum,
útheimtist viss áreynsla, sem kemur mjög
niður á hjartanu og nýrunum og gætir þessa
einkum þegar menn eru farnir að eldast og
þessi líffæri að lýjast.