Ljósvakinn - 01.03.1925, Side 4

Ljósvakinn - 01.03.1925, Side 4
20 LJÓSVAKINN Kenningin um ódauðleik sálarinnar, er ein afþeim fals-kenningum, sem Róma- kirkjan fjekk frá heiðingjunum og inn- leiddi í hina kristnu trú. Lúther setur hana á bekk með »hinum margvíslega óskapnaði af páfalegum fyrirskipunum, sem finnast í hinni rómversku rusla- kistu«. Hann kallar það smánarlega meðferð á kristindóminum, að sálin sje ódauðleg. Alt frá syndafallinu hefir Satan leitast við að telja mönnum trú um, að sálin sje ódauðleg, því þegar hann hefir fengið þá til að trúa þeirri villu, á hann svo hægt með að láta þá draga það út úr því, að syndarinn lifi í eilífri vansælu. Honum er ósárt þó Guði sje lýst sem hefnigjörnum grimdarsegg, er steypi öllum þeim til helvítis, er hann geti ekki haft velþóknun á og láti þá pínast þar um aldur og æfi meðan allir útvaldir gleðjist hjá honum í eilífri sælu. Hversu hræðilg er ekki sú trú, að hinir óguðlegu fari í eilífan kvalastað strax og þeir gefa upp andannl Hvílíkt ólýsanlegt kvalræði mætti það ekki vera að sjá sina nánustu hníga óundirbúna í dauðann ef slíkt væri satt! Þessi grimdarlega hugsun hefir svift marga vitinu. Allir vita þó, að þessi kenning hefir um margar aldir verið ríkjandi innan hinnar kristilegu kirkju. Hún er einnig eitt af því, sem Ritningin kallar »saurlifnaðir-vín hinnar miklu Babí- lonar«, samanb. Opinb. 14, 8; 17, 2. Flestir þeirra sem þótt hefir þessi kenning of viðurstyggileg og órjettlát til þess að þeir gætu trúað henni, hafa leiðst út í gagnstæða villu. Þar eð þeir hafa trúað þvi, að sálin hafi ódauðlegt eðli, sáu þeir engar aðrar úlgöngudyr en að trúa því, að allir menn verði að lokum hólpnir. Þeir ímynda sjer, að það, sem Biblí- an segir um afdrif óguðlegra, sje ekki neitt sem muni uppfyllast bókstaflega. Samkvæmt þessari trú, að allir komist inn í guðsríki, getur syndarinn lifað og látið hjer í heiminum eins og honum vel líkar, hann getur Htilsvirt Guðs náð, og fótumtroðið hans boð fram í and- Iátið og þó ekkert átt á hættu. Slík kenning, sem tileinkar manninum náð og miskunnsemi Guðs, en gengur fram bjá rjettlæti hans, er mjög geðþekk hinu holdlega hugarfari mannsins, hún styrkir hinn óguðlega i óguðleika hans, Engum manni er unt að prjedika ódauðleika kenninguna án þess að rang- færa Ritninguna. »Laun syndarinnar er dauði«. Þegar Drottinn bannaði vorum fyrstu foreldrum að eta af skilnings- trjenu góðs og ills, sagði hann: »Því að jafnskjótt og þú etur af því, skalt þú vissulega deyja«. Jafnskjótt og Adam og Eva voru búin að gera það, sem Drottinn sagði að þau mættu ekki gera, urðu þau dauðleg, með því að þau fengu ekki að neyta af lífsins trje. Að eins að maðurinn rjetti nú ekki út hönd sína og taki einnig af lifsins trje og eti og lifi eilíflega«, (1 Mós. 3,22.) sagði Drottinn. Það var hin mikla miskunnsemi hans, sem kom honum til þess að reka manninn burt frá lífsins trje svo að hann þyrfti ehki eiliflega að búa við það böl, er af syndinni leiðir. »Mold ert þú' og til moldar skalt þú aftur hverfa« 1. Mós, 3,19. Frá þessu leysti Guð manninn ekki; rjetllátir jafnt sem órjettlátir veröa að lúta þessum dómi alt til þeirrar stundar, er Kristur birtist í skýum himinsins. En Guð selti fjandskap milli höggormsins, það er Sat- ans, og konunnar, milli hans sæðis og konunnar sæðis, sem er Kristur,

x

Ljósvakinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.