Ljósvakinn - 01.03.1925, Qupperneq 1

Ljósvakinn - 01.03.1925, Qupperneq 1
 III. ár. Reykjavík, mars 1925. 3. tbl. Kraftur bænarinnar. Marteinn Lúther sagði, að þegar bar- áttan milli hans og djöfulsins var sem hörðust, hafi hann ekki getað komisl af með minna en rúmar tvær klukku- stundir til lesturs og bænar i einrúmi. Áhrifanna af bænum Lúthers njóta mennirnir enn þann dag í dag. Fleslir hafa heyrt getið um Georg Möller, naín hans er víðfrægt. Hann var einhver hin mesta bæuarhetja síðast- liðinna alda. Hann veitti mörgum þús- undum munaðar- og heimilislausra harna heimili og gott uppeldi. Til þessarar líknarstarfsemi notaði hann svo skifti tugum miljóna króna, og alla þessa peninga fjekk hann eingöngu sem svar við bænum sínum til Guðs. Ó, að á vorum dögum væru til menn eins og Möller — menn, sem tækju sjer eins mikinn tíma til að biðja og bæðu í jafnmikilli trú. Hversu mikil þörí væri ekki á slíku til vitnisburðar móti hinni vaxandi vantrú og til hjálpar í þeirri neyð, sem er ríkjandil Eitl sinn þegar móðir Hudson Taylors var að heiman, fann hún hvöt hjá sjer til að biðja fyrir syni sínum, að hann mætti leiðast til afturhvarfs, hún fann enn fremur, að hún ætti ekki að hætta, fyr en lmn fengi bænlieyrslu. Hún fór inn í viðarskýli, — seinasta afkimann, sem hún gat fundið — og barðist í bæn heila klukkustund. Á þessum sama tíma sat sonur hennar heima og las rit, sem hafði þau áhrif á hann, að hann fann sig knúðan samstundis til að leita Drott- ins og biðja, þar til hann fjekk full- vissu um, að Guð hefði tekið hann að sjer, sem sitt barn. í Boston var eitt sinn mikil samkoma. Margir Drottins þjónar, er voru afburða mælskumenn, áttu að tala og salurinn var fullur af áheyrendum, æðri sem lægri. Formaðurinn leit á ræðumanna-listann og sá, að biun næsti sem átti að tala, var lílilmótleg kona, sem hann vissi,

x

Ljósvakinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.