Ljósvakinn - 01.03.1925, Blaðsíða 3
LJÓSVAKINN
19
En þegar hann syndgaði, varð hann
fráskilinn því, að neyta af lífs trjenu og
varð dauðanum undirorpinn ekki ein-
ungis tímanlegum heldur og eilífum
dauða.
Ódauðleikann, sem manninum var
heitinn með því skilyrði, að hann væri
hlýðinn, misti hann við fall sitt. Adam
gat ekki eftirlátið niðjum sínum það í
arf, sem hann hafði ekki sjálfur; og
engin von hefði verið fyrir hið fallna
mannkyn, hetði ekki Guð með fórn sonar
sfns gert ódauðleikann mögulegan fyrir
það. »Syndin kom í heiminn fyrir einn
mann og dauðinn fyrir syndina, og þann-
ig er dauðinn runninn til allra manna,
því að allir hafa syndgað». Róm. 5, 12.
Hinn eini, sem lofaði Adam lifi í
óhlýðni, var hinn mikli afvegaleiðari og
þessi oi ð höggormsins við Evu: »Vissu-
lega munuð þið ekki deyja«, var hin
fyrsta prjedikun, sem haldin hefir verið
um ódauðleika sálarinnar. Og þrátt
fyrir það, eru þessi orð, sem ekki hafa
við neitt annað að styðjast en trúgirni
við Satan, endurtekin á prjedikunarstól-
um kristninnar, og flestir menn eru jafn
auðtrúa á þau, og vorir iyrstu foreldrar
voru. Pessi dómur Guðs; »Sú sál, sem
syndgar, hún skal deyja«, Esek. 18, 20
er útskýrður þannig: Sú sál, sem synd-
gar hún skal ekki deyja, heldur lifa
eillflega. Rað er varla hægt annað en
standa höggdofa yflr þeirri heimsku
mannanna, að þeir skuli heldur vilja
trúa orðum Satans en oiðum Guðs.
Hefði maðurinn eftir fallið, haft frjáls-
an aðgang að lífsins trje, þá myndi
hann hafa lifað eiliflega, og þannig
hefði syndin verið gerð eilíf. En Kerúb-
ar með sveipanda sverði voru settir til
að »geyma vegarins að lifsins trje« 1.
Mós, 3, 24. og enginn af Adams ætt hefir
fengið leyfi til að stiga yfir þessar hömlur
og neyta af hinum lífgefandi ávexti.
Ress vegna er enginn ódauðlegur synd-
ari til.
»Laun syndarinna eru dauði, en náð-
argjöf Guðs er eilífl lff fyrir samfjelagið
við Krist Jesú, Drottinn vorn« Róm.
6,23. Lifið er arfur hinna ijettlátu, en
dauðinn er arfur óguðlegra. Móses sagði
við ísrael: »Sjá jeg hefi í dag lagt fyrir
þig lif og heill, dauða og óheill«, 5. Mós.
30,15. Allir hl|óta að geta sjeð, að Móses
er ekki að tala hjer um hinn tímanlega
dauða, hann hefir fráleitt búist við því,
að ísraelsmenn myndu fríast við hann,
nei, það, sem hann talar um, er hinn
annar dauði, sem er gagnstæður hinu
eilífa lífi. Marga fleiri rilningarstaði
mætti tilfæra, er sýna mjög ljóslega að
sálin getur dáið. Davið segir: »Drottinn
varðveitir alla þá, er elska hann, en
eyðir öllum óguðlegum. Sálm, 145,20.
Hvernig ætti hann að eyða þeim ef þeir
gætu ekki dáið? Hjer er aftur átt við
eilífan en ekki tímanlegan dauða, því
að hinir guðhræddu eru einnig undir-
orpnir tíinanlegum dauða. Ennfremur
segir Davíð: »Þú hefir hastað á heið-
ingjana, tortímt hinum óguðlegu, afmáð
nafn þeirra um aldur og æfi« Sálm, 9,
6. Regar Droltinn, fyrir munn spá-
mannsins Malakíasar' talar um afdrif
hinna óguðlegu, segir hann: »Dagurinn,
sem kemur, mun kveykja í þeim, segir
Drottinn hersveitanna, svo að hvorki
mun verða eftir af þeim rót nje kvislur*.
Mal. 4,1. Þetta kemur mjög í bága við
þá trú mannanna að sálin sje ódauðleg.
Jesús segir: »Sá sem óhlýðnast synin-
um, skal ekki sjá lífið . . . .« Jóh. 3,36.
Laun syndarinnar er dauði, og hinir
óhlýðnu munu að lokum hreppa dauða
en ekki lif.