Ljósvakinn - 01.03.1925, Side 8

Ljósvakinn - 01.03.1925, Side 8
24 LJÓSVAKINN ur fengið rjetla skoðun á eðli Krists, starfi hans eða hinni háleitu ákvörðun Guðs viðvikjandi endurlausn mannanna. E. G. W. Hitt og þetta. Aö hafa oröið fyrir margskonar raunum, er líkt og að kunna mörg tungumál, maður á hægra með að skilja aðra, og að gera sig öðrum skiljanlegan. Vjer getum ekki öðlast meiri trú, en vjer hagnýtum oss. Að eins guðelskandi augu, geta lesið rjett Guðs bók. Sjerhver syndsamleg nautn stælir mót- stöðumált sálarinnar gegn Guði. Pegar kirkjan býður heiminum inn, þá er tími til kominn fyrir Guðs börn að ganga út. Pví Kristur og Belial eiga enga hlut- deild saman. Viska er betri en auðæfi. Viskan gætir þín, en þú verður að gæta auðæfanna. Auðæfin minka eftir því sem af þeim er tekið; en viskan eykst við að nota hana. Lýgin loöir ’vid. Lítill blaöadrengur skrökvaði einu sinni til þess að geta selt blað, sem hann var með. Þetta frjetti kenslu- konan í sunnudagaskólanum. »Vildir þú skrökva fyrir tíu aura?« spurði hún einn drenginn, sem hjet Hans. »Nei, ungfrú«, svaraði Hans skelkaður. »Fyrir 25 aura?« »Nei«. »Fyrir krónu?« »Nei«. »Fyrir 1000 krónur«. Nú hugsaði Hans sig um. Fúsund krónur voru miklir peningar. Hversu margt var ekki hægt að kaupa fyrir þær! Meðan hann enn sat og gruflaði út í þetta, kallaði annar drengur fyrir aftan hann: »Nei, ungfrú!« »Hvers vegna ekki?« spurði kenslukonan. »Af því, að þegar þúsund krónurnar eru búnar, og það ,sem maður hefir keypt fyrir þær, er líka búið, þá er lýgin enn við líði«, svaraði drengurinn. Og þannig er það. Lýgin loðir við, það sem vera má að við hana ávinnist, eyðist og hverfur, en iýgin verður við iíði, og þú verð- ur að bera hana hvort þú vilt eða ekki, og það er þung byrði. Sannleiksástin er hyrn- ingarstcinn hugarfarsins, þegar hann er ekki lagður traustlega hjá liinum ungu, verður ætíð ótraustur staður í byggingunni. Það er tsainfjelng; vort við Kriwt, persónulegt samband vort við hinn lifandi fi elsara, sem gerir oss færa um, að vinna sigur á hinum náttúrlegu tilhneiging- um. Seg hinum þreylta vegfaranda, að lil sje almáttug hönd, er vilji og geti haldið honum uppi, seg honum frá frelsaranum Jesú Kristi, sem hefir meðaumkun með honum. Pað getur ekki fullnægt honum að trúa þvingunarlögum — trúa því, sem engin með- aumkun felst i og ekki getur heyrt óp hinna nauðslöddu; hann þarf hlýja, sterka hönd er hann geti gripið í og viðkvæmt og trútt hjarla er hann getur reitt sig á. Leitastu við, að sannfæra hann um, að Guð sje honum nálægur og horfi á hann með ástúð og nær- gætni. Hvet hann til þess að hugsa um föð- urinn, sem ávalt hefir hrygð í hjarta sakir syndarinnar, föðurinn, sem ávalt rjettir út hendur sínar móti syndurura, föðurinn, sem segir við oss: »Jeg skapa ávöxt varanna: Friður, friður fyrir fjarlæga og fyrir nálæga, jeg lækna hann«. Es. 57, 19. LJÓSVAKINN, málgagn S. D. Aðventista, kemur út einu sinni i mán- uði. — Kostar kr. 2,75 árgangurlnn,— Ojalddagi 15. jan. og fyrirfram.— Ótg.: Trúboðs.tarf S. D. Aðventista. — Ritstjóri: O J. Olsen. Sími 899. Póstli. 262. — Afgreiðslura. J. G. Jónsson, Ingólfsstr. 21 B. Kanpendur LjökvuIíhiih eru beðnir gera svo vel að láta afgreiðslu blaðsins vita þegar þeir hafa bústaðaskifti. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ljósvakinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.