Ljósvakinn - 01.07.1925, Page 1

Ljósvakinn - 01.07.1925, Page 1
III. ár. Reykjavík, júlí 1925. 7. tbl. Hinn mikli læknir. »Þess vegna, eins og syndin kom inn í heiminn fyrir einn mann, og dauðinn fyrir syndina, og dauðinn þannig er runninn til allra manna, af því að allir hafa syndgað«. Róm. 5, 12. Það, sem hjer er talað um hefir get- ið af sjer mikinn sjúkdóm, miklar þján- ingar, sorg, dauða og tár. Bikar synd- arinnar hefir alt af verið beiskur á bragðið; því að laun syndarinnar er í flestum tilfellum: sjúkdómur og dauði. Biblían getur að eins um fá dæmi þess, að menn lifðu svo fullkomnu lífi, að Drottinn gat breytt lægingarlíkama þeirra í sömu mynd og dýrðarlíkami hans hefir, — þeir smökkuðu ekki dauð- ann. Sjúkdómar, þjáningar og dauði er að kenna fjandsamlegu afli. Satan er sá, sem eyðileggur, Guð er sá, sem endurreisir. • Kröftng sannreyad. »Ef þú hlýðir gaumgæfilega raust Drottins, Guðs þins, og gjörir það, sem rjett er fyrir honum, gefur gaurn að boðorðum hans og heldur allar skipan- ir hans, þá vil jeg engan þann sjúk- dóm á þig leggja, sem jeg lagði á Egipta, því að jeg er Drottinn, græðari þinn«. 2. Mós. 15, 26. Hinn almáttugi læknir, yfirlæknirinn, býður öllum börnum sínum gegnum sitt innblásna orð, hjálp sína og aðstoð und- ir hinum sjerstöku kringumstæðum, sem brotin á boðorðum Guðs hafa komið til leiðar fyrir alla menn, ef þau að eins vilja flýja til hans; en tökum eftir: lof- orðið afnemur ekki þetta, að laun synd- arinnar er dauðinn; en það hjálpar mönnum þegar þeir lamast af sjúkdóm- um (verðskuldað eða óverðskuldað) og þar af leiðandi eru í hættu fyrir því að deyja fyrir tímann. Eftir það, að Drottinn varð að banna

x

Ljósvakinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.