Ljósvakinn - 01.07.1925, Síða 7

Ljósvakinn - 01.07.1925, Síða 7
LJÓSVAKINN 55 ekki svo vera, ef Drottinn ætlaðist til að hann væri haldinn heilagur? 15. Hann er aldrei kallaður sabbatsdag- ur kristinna manna. 16. Hann er aldrei kallaður sabbats- dagur. 17. Hann er aldrei kallaður Droltins dagur. 18. Hann er aldrei kallaður hvíldar- dagur. 19. Honum er ekkert heilagt nafn gefið, hvers vegna ættum vjer þá að kalla hann heilagan. 20. Hann er blátt áfram kallaður »fyrsti dagur vikunnar«. 21. Af Biblíunni er hvergi hægt að sjá, að Kristur hafi nokkursstaðar talað um hann. Orðið »sunnudagur« er hvergi í Biblíunni. 22. I öllu Nýja-testamentinu er fyrsti dagur vikunnar nefndur aðeins átta sinnum. Matt. 28, 1. Mark. 16, 2, 9. Lúk. 24, 1. Jóh. 20, 1, 19. Postulas. 20, 7; 1. Kor. 16, 2. Sex af þessum ritningarstöðum eiga við einn og hinn sama fyrsta dag vikunnar. 23. Páll rjeði hinum kristnu til þess að annast sín tímanlegu viðskiftamál á þeim degi. 24. í öllu Nýja-testamentinu er aðeins getið um eina kristilega samkomu, sem haldin var á þeim degi, sbr. Postulas. 20, 5—12. 25. Það verður hvergi sjeð, að hinir kristnu hafi haldið nokkra sam- komu á honum áður eða eftir þetta. 26. Það var ekki vani þeirra að safn- ast saman á þeim degi. 27. Engin fyrirskipun er til um það, að koma saman til að brjóta brauðið á þeim degi. 28. Pað er aðeins getið um eitt tilfelli þegar þetta var gjört. Postulas. 20, 7. Kristur var vanur að brjóta brauðið á fimtudagskveldi (Lúk. 22), og postularnir stundum á hverj- um degi. Postulas. 2, 42—46. 29. Biblían segir hvergi að fyrsti dagur vikunnar sje til minningar um upp- risu Krists, slíkt er aðeins manna- setningar, er gjöra boð Guðs að engu. Matt. 15, 1, 9. Skírnin er til minningar um greftrun og upprisu Krists. Róm. 6, 3-5. 30. Biblían minnist ekki með einu orði á breytingu sabbatsdagsins, hún sýnir oss skýrt og ómótmælanlega að hinn sjöundi dagur er hvíldar- dagur Drottins bæði í Garnla og Nýja-testamentinu. Ev. S. Vitnisburður. Búddatrúarmaður, sem snjerist til Guðs, segir þannig frá: »Jeg rannsakaði hin helgu rit Búdda til þess að fá upp- lýsingar um upphaf allra hiuta, fram- halds alls, og endir, en jeg fann ekkert, sem jeg gæti reitt mig á viðvíkjandi upphafinu, mjög litið um framhaldið, og alls ekkert um endir allra hluta. Svo las jeg bók hinna kristnu (Biblí- una) og sjá, jeg fann alt skýrt og greini- legt viðvíkjandi framhaldi alls, og alt greinilega opinberað og útskýrt um endir allra hluta og eilífðina. Pegar jeg las þetta, endurskapaðist líf mitt alt, nú trúi jeg á Guð og þann, sem hann sendi, Jesúm Krist, hvern þessi bók (Biblían) talar um.

x

Ljósvakinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.