Kennarinn - 01.06.1898, Side 7
—119
PRJEDIKANDI K0NUNG8S0N.
Eptir “Veiði Ijós!”
“Kristilegt fjelag ungra manna” lijelt
i vetur funcii í Kaupmannahöfn til þess að
vekja eptirtekt manna á því málefni, er
það sjerstaklega berst fyrir, varðveizlu
kristindómsins í lijörtum nýfermdra ung-
iiuga. Allir voru fundir þessir mæta vel
sóttir, en þó einkum næst-síðasti fundur-
inn, er lialdinn var í samkomuhiísi innra
kristniboðsins í Khöfn, er “Bethesda”
nefnist. Þar hafði nefnilega næstelzti
sonur Oskars Svíakonungs, OsTcar Berna-
-clntte, lofnð að flytja tölu, en konungsson
þessi, Bem annars er flotaforingi, búsettur
í Karlskrona, er áhugamaður hinn mesti
um alt, er að eflingu guðs ríkis lýtur og
liefir um mörg undaníarin ár verið forseti
liins sænska “kristilega fjelags ungra
manna” og látið sjer mjög ant um, að það
næði sem mestri útbreiðslu.
Oskar konungsson, sem er ma ta vei
máli farinn eins og faðir hans, lagði út
afMarlc. 2:14: “Og er hann gekk fram
lijá, sá hann mann, er Leví hjet Alfeus-
son, sitjandi á tollbúðinni og sagði við
hann: fylg þú mjer; og hann stóö upp og
fylgdi honum.”
Ræðumanni fórust meðal annars svo
orð, ejitir því sem stendur í dönskum
blöðum:
“Jeg lieíi fulla ástæðu til að ætla, að
margir af yður, sjeuð hingað komuir í
kveld til )>ess að lilusta á mig, leyíið tnjer
þess vegna að byrja ræðu mína á )>ví að
segja við yður: Jeg hef ekkert - als
ekkert að segja, sem ekki stendur í bók
bókanna! Jeg er liingað kominn að eins
til )>ess að vitna fyrir yður um trú mína
og gleði mína ytir að vera trúaður maður.
Til mín hefir drottinn talað þessi orð,sem
hann í kveldtalartilyðarallrafýrir minn
munn: “Fylg )>ú mjer!” Og )>að, sem )>á
mest á ríður er, að vjer til fuls lilýð-
um hans rödd, fylgjum lionum og yfir-
gefum allt annað. Ilvað stoðar )>að að
áforma eingöngu? Yilji jeg halda heim
til Svíþjóðar í kvöld, )>á nægir )>að vissu-
lega ekki, að jeg einungis áformi það,nei,
jeg verð sannarlega að taka mig upp,
ganga niður til skips og sigla síðan með
ferjunni yflr til Málmeyjar; og vilji jeg
fylgja Jesú, )>á stoðar )>að ekki lieldur,að
jeg eingöngu áformi )>að,—nei, jeg verð
að taka mig upp, lieill og óskiptur að
fylgja honum, gefa honum lijarta mitt
og sálu mína, og upp frá þeirri stundu
tilheyra honnm einum. Jeg þekki ekk-
ert elskulegra um víða veröld en )>að að
tiliieyra Jesú og vinna sálir honum til
handa. Jeg erenginn prjedikari, en jeg
viidi einungis vitna fyrir yöur, minir
elskulegu vinir, boðayður það,að enginn
þarf eins ogríkiungi maðurinn að“ganga
liryggur burt” frá Jesú. Jesús hafði
lengi kallað á mig og lengi liafði jeg
spurt: Hvað kostar það mig? Ilve lengi
á það að vara við? Og þegar )>að var
orðið mjer ljóst,' að )>að kostar alt og að
)>að kostar ekkert, )>á gaf jog mig fyllilega
honum á vald. Það kostar alt, ef)>ú ekki
sinnir náðartilboði hans,—)>að kostar ekk-
ert, ef )>ú vilt taka á )>ig kross hans og
fylgja honum. Og þess vegna iiefi jeg
komið hingað í kvöld, að jeg vildi yðnr
þetta sagt hafa. I’að kbstar ekkert jafn-
vel fyrir liinn ríkasta mann í veröldinni
að yflrgefa alt, afneita heiminum og
fylgja Jesú,—)>ví )>að er alt, )>að er hið
mesta og dýrðlegasta í lieiminum að til-
heyra frelsaranum sinum.”— —
Öllum, er viðstaddir voru, )>ótti ræðu-
manni segjast mæta vel. En þegar liann
liafði lokið ræðu sinni var fundinum
slitið með bænagjörð og sálmasöng.
Á sama tima sem “Kristilegt fjelag
ungra manna” hjelt þennan fund í liátíð-
asal samkomuliússins, átti “Kristilegt
fjelag ungra kvenua” fund með sjer í
stórum sal í kjallara lmssins, en )>ar hjelt
kona Oskars konungssonar, Ebbu Berna-
dotte, tölu.