Kennarinn - 01.06.1898, Page 9
—121—
SK TRINGAR.
jVIargir konungar voru settir til að stjórna drottins fornu þjóð. Sumir þessir kon-
ungar voru góðir og gnði hlýðnir, aðrir voru óguðlegir og aðhöfðust það sem illt
var. Einu af hinum óguðlegu konungum var Manasse. Hann var ungur að aldri,
12 ára, þegar hann tók við ríkisstjórn í Júda. Ilann var af góðu fólki kominn. Fað-
ir lians var hinn ágæti konungur Esekía, sem frá var sagt í siðustu lexíu. fjáið
hversu ógurleg synd það er fyrir soninn að misbjóða minningu föðursíns. líoðorð-
ið segir að vjer eigum að heiðra foreldra vora. Esekía hafði hlýtt drottni, þjónað
honun og dýrkað liann, en Manasse gjörði hið gagnstæða: dýrkaði skurðgoð, end-
urreisti fórnarlunda falsguðanna og aðhafðist liverslags óhæfu. 1 sjálft guösmust-
eri setti hann skurðgoðs-líkneski og reisti þar altari annarlegum guðum. Þetta
voru skellilegar syndir. Vjer megum ekki setja nokkurn hlut í guðs stað. Ekkert
inegurn vjer setja traust á nema drottinn, enga jarðneska liluti takafram yflrliann,
engum mönnum þjóna í bága við hann. Drottins lnís, kirkjurnar vorar, eiga að
vera helg bænahds og þar eiguin vjer að dýrka guð með sálmasöng og bænuin og
heyra hans orð. Elskar þd kirkjuua þína? Aðliefst þd þar aldrei neitt, sem guði
mi8líkar?
Ek'ki var að furða |>ó þjóðin væri spillt, fyrst konungurinn var svona óguðlegur.
Drottinn sagðistmundi hegnavonzku lýðsins. Fólkið trdði |>ví ekki og hjeltáfram
að syndga. Þá ljet drottiun Esar-baddon Assýríu konung, sem þá var líka konung-
ur Babylóníiiríkis, koma með hið griinma heiðna herlið sitt og ráðast á Jddaríki.
Manasse vildi flýja og fól sig í runna nokkrum. llann var handsamaður og fluttur
burt til Babylonar.
Þeg ir svona er k:unið fyrir Manasse, sjor hanu fyrst synd sína. Þar sem hann
situr fangi í fjarlægu landi, sviptur öllu sem kært var og liefur ekki lengur neina
von, fer hann að rifja upp fyrir sjer æfiferil sinn. Syndir lians koma í liuga lians
og hanu sjer að þctta eru laun lieimsku sinnar. Kd miunist hann lika guðs feðr.i
sinna. Hann hugsar ntí um það, liversu vel föður sínum hafl vegnað, livernig guð
hafi frelsað hann dr óvina höndum og lengt líf lians. Nd auðmýkir hann sig fyrir
guði. Hann biður til guðsí oymd sinui og biður af öllu hjarta. Ogguð, sein heyr-
ir allar bænir, jafnvel bæu liins glataða sonar, heyrir bæn hins iðraudi konungs.
Oss má aldrei gleymist bversu góðan föður vjer eigum á himuum. Hinum mesta
glæpamanni er jafnvel náð og fyrirgefning til boða, ef liann að eins vill liana
þiggja. Drottinn leiddi Manasse aptur lieim í ríki sitt og til fólks sins. Og Manasse
viðurkenndi hann sem guð. Ilann sýndi það í því að taka burt hin heiðnu skurð
goða-likneski og niöurbrjöta ölturu þeirra. Hann hreiusaði drottins hds og kom
öllu þar í lag aptur. Hann dýrkaði nd þann gnð, sem heyrt hafði bænir hans og
frelsað hann dr háskanum og eggjaði fólk sitt til að gjöra hið saina.
Drottinn er vor guð, náðugurog miskunsainur. Gleymum aldrei þá vjersyndgum
og stofuuin oss í háska að snda oss til hans og biðja um náð og fyrirgefningu
og um fram allt að gleyma ekki )>á oss liefur veriö fyrirgeflð að llýja syndina eptir
það og halda þann ásetning, sein vjer tókum þeger vjer iðrandi báðum oss griði af
guði, svo vjer getum haldið þeirri náð, scm oss var veitt með fyrirgefning synd-
anna.