Kennarinn - 01.03.1902, Síða 2

Kennarinn - 01.03.1902, Síða 2
KENNARINNÍ 18 Jesúsí Kapernaum í húsinu, sem hann dvaldi í. Prédikar og læknar. Hús- fyllir. Löglærðir og Farísear viðstaddir (Lúk. 5, 17). Fjórir menn koma með sjúkling (limafallssýki=aflleysi í vöðvunum). Komast. ekki inn. Upp stigann utan á húsinu. Láta hann síga um op á flötu þakinu niður fyrir fætur Jesú (sjá Mark. og Lúk.). Sýna kærleika til mannsins og trú á Jesúm, trú, sem ekki læt- ur tálmanir aftra.—Hvað vill trúin m(n leggja á sig?—Trúna þeirra sér Jesús.— En mína?—Sér hjá sjúklingnum harmþrungið hjarta. Hvað hjá mér? Sjúk- lingurinn fann sárar til andlega meinsins en hins líkamlega,. En eg? ,,Sonur, vertu hughraustur. “ Honum var það orð himnaríki. En mér? Faríseunum guðlast (3). Vantrúin blindar. Hugsanir vantrúarinnar kallar Jesús illar hugsanir(4). Sannar það um leið og hann sannar vald sitt til að fyrirgefa syndir (5 og 6). Gat vantrúin kosið sér betri sönnun? Blessaða vald Jesú!— Hinn afllausi getur staðið á fætur (7). Jesús bauð. Hann trúði. Fólkið hrifið (8). En hvað djúpt ristir það? Jesús, sem hefir þetta vald, vill einnig fyrir- gefa öllum, sem þrá fyrirgefning og vilja verða góðir menn (g—13). Þess vegna hafði og hefir hann vald yfir öllum syndurum, sem bæta vilja ráð sitt. Við Matteus (Leví hjá Mark. og Lúk.): ,,fylgmér!“ Hann fylgir honum. Finnur til þessa frelsandi og lífgandi valds. Eins aðrir tollheimtumenn og bersyndugir, sem drógust að honum. Farísear og þeirra líkar fráfældust. Vildu ekki verða betri?—Sama vald Jesú dregur menn nú að honum eða fælir þá frá. AÐ LESA DAGLEGA.—Mán.: 4. Mós. 22, 2—21. Þrið.: 4. Mós. 22, 22—41. Miðv. : 4. Mós. 23, I—30. Fimt. 4. Mós. 24, 1—13. Föst.: 4. Mós. 27. 12—23. Laus'.: 5. Mós. 5, 1—33. KÆlíU BÖRN! Lexían sýnir ykkur, hvað góður Jesús er við mennina— breytir þeim og bætir þá.—Vil sýna ykkur hið sama með annarri sögu. Enski sagnaritarinn Macaulay segir frá dreng einum fátækum, sem tíndi upp glerbrot, er meistari hans hafði fleygt, og bjó til glugga úr í dómkirkju nokkra. Glugg- anum, sem meistari hans hafði smíðað og vandað eins og hann gat best, var hafnað; en glúgganum eftir iðnaðárdrenginn ókunna og umkomulausa dáðust allir að, og var hann dæmdur ágætur og settur í hina miklu dómkirkju,-—Þannig fer Jesús með mennina, sem koma til hans og trúa á hann. Þótt menn hafi út- skúfað þeirn og talið þá óhæfa, getur hann brúkað þá í kirkju síná og gert þá veglega meðlimi hennar. Það er gott að vera í höndum Jesú, börrrin mín. ,,,Hér þegar mannleg hjálpin dvín, I upp á hönd drottins augun þín ; hbldið þótt kveini’ og sýti, | ætíð í trúnni líti.“ ' '' TIL LEIÐBEININGAR. Tala vel og innilega um valdið, sem Jesús hef- ir til að fyrirgefa syndir. Hvernig hann sannaði það og sannar. Valdið til að' reisa á fætur fallinn mann og gera hann að veglegu verkfæri í þjónustu sinni. FJÓRÐI SUNNUD. 1 FÖSTU-O. Marz. Hvaða sunnud. er í dag? Hvert er guðspjall dagsins? Jesús mettar 5 þúsundir. Hvar stendur það? Hjá Jóh. 6, 1—15. Les upp 5. boðorðið. Hvert var efni og minnistexti löxíunnar á sd. var? Hvar stendur hún? 1. Hver var færður til Jesú og hvað sögðu lögvitringarnir? ■2.. Hverju svaraði Jesús þeim? 3. Hvað höfðu Farísearnir út á Jesúm að setja? Hver er lexían í dag? Hvar stendur hún? Lesum hana á víxl. Les upp jninnistextann.

x

Kennarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.